is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26557

Titill: 
 • Konur í kjölfar hamfara. Staða og hlutverk kvenna í almannavörnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hamfarir sem eiga sér stað í heiminum valda oft miklum skaða og hafa áhrif á líf fjölda fólks. Rannsóknir hafa sýnt fram á að konur séu sá hópur fólks sem hvað næmastur er fyrir áhrifum hamfara. Einnig benda þær til mikilvægis þess að huga að stöðu kvenna fyrir hamfarir, meðan á þeim stendur og eftir að þeim lýkur. Í þessari ritgerð er staða kvenna á hamfaratímum skilgreind og mat lagt á mikilvægi þess að huga sérstaklega að konum á hamfaratímum. Jafnframt er fjallað um hlutverk almannavarna á Íslandi og skoðað hvort hugað sé sérstaklega að konum í almannavarnakerfinu hér á landi. Hlutverk félagsráðgjafa á tímum hamfara er einnig til umfjöllunar og hvert hlutverk þeirra geti verið í starfi með konum í kjölfar hamfara. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: Hver er staða kvenna á hamfaratímum og er mikilvægt að huga sérstaklega að konum í kjölfar hamfara? Tekur skipulag almannavarna mið af stöðu kvenna í kjölfar hamfara? Þarf að huga betur að stöðu og hlutverki kvenna í almannavarnakerfinu á Íslandi og þá með hvaða hætti? Að lokum er spurt hvert framlag hamfarafélagsráðgjafa gæti verið í starfi með konum eftir hamfarir?
  Þetta er heimildaritgerð. Við gerð hennar voru notaðar ritaðar heimildir. Takmarkað hefur verið skrifað um efnið hér á landi svo skjöl, svo sem og lög, voru einnig greind og tekið var upplýsingaviðtal við fagmann sem starfar í hamfarateymi Rauða kross Íslands.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að mikilvægt sé að huga að konum sem tjónnæmum hópi í kjölfar hamfara þar sem fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þau miklu áhrif sem hamfarir geta haft á konur. Skipulag almannavarna virðist ekki taka mið af konum sem tjónnæmum hópi. Rauði kross Íslands vinnur hins vegar eftir kynjastefnu. Hamfarafélagsráðgjafar virðast vera kjörinn hópur til að vinna með konum í kjölfar hamfara, m.a. vegna þjálfunar sem þeir hafa í að setja sig í spor annarra, þekkingar þeirra á áfallakreppum, úrræðum og þjónustu.
  Lykilhugtök: Hamfarir, konur, viðnámsþróttur, tjónnæmi, hamfarafélagsráðgjöf.

Samþykkt: 
 • 10.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lokaskjal-hfj6.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing3.pdf521.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF