Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26558
Stimplunarkenningin hefur verið að þróast allt frá fjórða áratug síðustu aldar með aðstoð einhverra þeirra þekktustu félagsfræðinga hvers tíma fyrir sig. Hér er í fyrri hluta fjallað um stimplunarkenninguna ítarlega allt frá upphafs hugmyndum hennar til kenningarinnar líkt og við þekkjum hana í dag, helstu kennismiðir eru kynntir til leiks sem og fræðileg sjónarhorn kenningarinnar reifuð. Seinni hlutinn fjallar um það hvort að opinber skráning kynferðisbrotamanna í gagnagrunn í Bandaríkjunum sé í raun góð leið til að berjast gegn kynferðisbrotum, hvort að endurhæfing og betrun dæmdra kynferðisbrotamanna sé raunhæf í skugga stimplunar samfélagsins í kjölfar skráningar í gagnagrunninn, sem er öllum opinn. Helstu niðurstöður þeirrar umfjöllunar, sem styrktar eru með rannsóknum, eru að svo sé ekki, heldur sé með skráningu kynferðisbrotamanna í gagnagrunninn verið að útskúfa þeim sem brotið hafa af sér úr samfélaginu að lokinni afplánun og yfir í jaðarhóp afbrotamanna sem eykur enn frekar líkur á að afbrotamaðurinn festist í vítahring áframhaldandi glæpa sökum þess hve skert tækifæri hans eru til að eiga eðlilegt líf að fangelsisvist lokinni.
The labelling theory has been constructed and developed with the help of some of the past century’s most influential and respected scholars within the sociological field. A detailed description of the labelling theory will be introduced in the first part of this paper by reflecting on different theoretical standpoints and perspectives within the understanding of the labelling theory. The latter part will focus on whether the public sex offender registry is a viable way to fight recidivism of sex offenders as it is set up to do, or whether the harm it is causing outweighs its benefits. A review of the research shows that the public sex offender registry is not beneficial but rather counteractive in the rehabilitation of sex offenders. With restricted housing, jobs and insufficient rehabilitation opportunities, sex offenders are more likely to be labelled as ‘social deviants’ and end up in a sub-culture of other offenders, whereas different rules and regulations apply in their own cohort. This neutralizes the deviance of their behavior and leads to the vicious cycle of reoffending and the ever-revolving door of the correctional facility. These acts, once neutralized in the sub-group, harm the societal stability. Since we want all individuals to function in the organic society that we all share together. This paper will show that through regulations, laws and constant social stigma we are eliminating the offenders’ chances of reintegrating into society as they should.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðmunda Sigurðardóttir.pdf | 659.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 39.41 kB | Lokaður | Yfirlýsing |