is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2656

Titill: 
  • Átrúnaður og hefðir í sauðfjárbúskap
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sauðfjárbúskapur hefur verið samofinn íslensku þjóðlífi um aldir og jafnframt hefur
    allur fjöldi þjóðarinnar haft af honum lífsviðurværi sitt. Í harðbýlu landi þar sem lítið mátti út af bregða í búskapnum til að lífsafkomunni væri hætt, hljóta að hafa
    myndast sterkar hefðir og hjátrú er varða búskapinn. Átrúnaður og hefðir eru þannig
    tengdir sauðfjárbúskap sterkum böndum. Hér er reynt að varpa ljósi á átrúnaðinn og
    hefðirnar sjálfar og tengslin við alla þætti sauðfjárbúskapar. Gerð er stuttlega grein
    fyrir kenningum um hjátrú almennt. Meginatriði rannsóknarinnar er söfnun á
    þjóðháttum í sambandi við sauðfjárbúskap hjá núlifandi sauðfjárbændum á Ströndum og í Eyjafirði.
    Rannsóknin byggir á viðtölum við 12 viðmælendur, 5 á Ströndum og 7 í
    Eyjafirði en áður en viðtölin voru tekin var átrúnaði og hefðum safnað úr prentuðum
    heimildum og reynslu höfundar. Þessi atriði voru síðan borin undir viðmælendur með hjálp spurningarlista auk þess sem þeir lögðu sitt til málanna. Fjallað var um hvern lið af átrúnaði og hefð sérstaklega og hann var greindur til að gera sér betur grein fyrir
    honum. Reynt er að skýra hvert atriði fyrir sig, draga fram skýringar á þeim með hjálp
    fræðibóka og útskýringa viðmælenda. Efnisatriðin eru flokkuð eftir sameiginlegum
    þáttum og loks eru niðurstöður ræddar og það hlutverk sem hjátrú leikur í daglegu lífi
    sauðfjárbónda nútímans.

Samþykkt: 
  • 15.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir1_fixed.pdf215.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna