Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2657
Ísleifur Konráðsson var ólærður myndlistamaður sem hóf feril sinn á sjötugsaldri, hér á eftir verður fjallað um myndlistarmanninn og kenningar um list hans. Fyrsti kafli er tileinkaður ævi og verkum Ísleifs og þeim sögum sem birtast í málverkum hans. Í öðrum kafla er skilgreiningunni á næfri list gerð skil ásamt þeim áhrifum sem sú skilgreining hefur á listamanninn Ísleif Konráðsson og list hans. Í þriðja kafla er skoðað hvernig listheimurinn notar list næfra og hvernig listaverk Ísleifs fjarlægjast smám saman hugmyndir og skilgreiningar listamannsins þegar skilgreiningar listheimsins taka yfir. Í fjórða og jafnframt síðasta kafla ritgerðarinnar er fjallað um aðra nálgun á verkum næfra listamanna og eldri borgara. Einnig verður kenningum um list eldri borgara gerð skil, ásamt því hvernig minningar þeirra geta birst í ólíkum
skapandi formum, eins og myndlist. Síðast en ekki síst verða kynntar til sögunnar
hugmyndir Ísleifs á eigin myndlist og hvernig verkin varpa ljósi á minningar hans og þær sögur sem hann málaði á gamals aldri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 1,12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |