Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26577
Niðurstöður þolendarannsókna sýna að allt að 10-30% fólks um allan heim verða fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn eða ungmenni. Á Íslandi hafa verið miklar framfarir þegar kemur að stuðningi við þolendur kynferðisbrota en ekkert bendir til þess að hlutfall þolenda fari minnkandi. Barnaníð er það frávik sem sætir mestum fordómum í vestrænum samfélögum sem gæti verið ein ástæða þess að lítið af úrræðum eru í boði fyrir fólk með barnagirnd. Í þessari ritgerð er reynt að svara því hvort fordómar og neikvæð viðhorf gagnvart barnagirnd geti verið ein afleiðing hás hlutfalls þolenda í brotaflokki kynferðisbrota gagnvart börnum. Til þess að svara þeirri spurningu er hugtakið barnaníð skoðað út frá stimplunarsjónarhorninu. Í ljós kemur að gríðarleg neikvæð viðhorf til barnaníðs hefur í för með sér að fólk með barnagirnd heldur sig frá sviðsljósinu og leitar sér síður hjálpar. Fræðimenn telja að hægt sé að draga úr kynferðisbrotum gagnvart börnum ef reynt er að hvetja fólk haldið barnagirnd til að leita sér hjálpar. Með því að efla viðhorfsbreytingu meðal almennings gangvart fólki með barnagirnd eru meiri líkur á að fólk sæki þá aðstoð sem þörf er á til að koma í veg fyrir að brot sé framið.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirl..pdf | 1,26 MB | Locked | Yfirlýsing | ||
BA-loka2017.pdf | 335,13 kB | Open | Heildartexti | View/Open |