is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26578

Titill: 
  • Áhrif markmiðssetningar og aðferðafræðinnar The 4 Disciplines of Execution
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bæði einstaklingar og fyrirtæki setja sér markmið til að reyna að ná ákveðnum áföngum eða áorka einhverju til styttri eða lengri tíma. Einstaklingar gera þetta bæði í starfi og einkalífi. Flest fyrirtæki setja sér eitt aðalmarkmið, sem er yfirleitt að skapa virði og auka framleiðni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða markmiðssetningu og aðferðafræðina The 4 Disciplines of Executions. Sú aðferð hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og nokkur fyrirtæki hafa tileinkað sér aðferðafræðina. Markmiðssetning er mikilvægur hlekkur þegar kemur að því að innleiða nýja stefnu og bæta frammistöðu starfsmanna. Skoðaðir verða sérstaklega þættir eins og hvatning, streita, endurgjöf og þekking á 4DX og hvort að þessir þættir stuðli enn frekar að bættri frammistöðu starfsmanna. Allt eru þetta mikilvægi hlekkir í lífskeðju fyrirtækja og til að auka arðsemi sem og til að ná samkeppnisforskoti þurfa stjórnendur stöðugt að huga að markmiðasetningu í stefnumótun sinni
    Rannsóknin var megindleg og var sendur út spurningalisti til þeirra fyrirtækja sem innleitt hafa aðferðafræðina hérlendis. Þátttakendur voru starfsmenn sem unnið hafa eftir The 4 Disciplines of Execution og vinna markvist að markmiðum sínum daglega. Heildarniðurstaða rannsóknarinnar er sú að með 4DX má auka starfsánægju og bæta frammistöðu starfsmanna. Aðferðafræðin stuðlar að raunhæfri markmiðssetningum sem næst með tilheyrandi ávinningi fyrir alla hlutaðeigandi án þess að valda aukinni streitu meðal starfsmanna. Samspil hvatningar, endurgjafar og þekkingar á aðferðafræðinni leiðir til jákvæðra áhrifa fyrir einstaka starfsmenn sem og skipulagsheildina, þ.e. bæta frammistöðu þeirra til bæði lengri og skemmri tíma litið, sem einstaklinga og skipulagsheildar.

  • Útdráttur er á ensku

    Both individuals and companies set goals to attempt to achieve certain milestones or achieve something either short term or long term. Individuals do this both professionally and privately. Most companies adopt one primary goal, which is usually to create value and increase productivity. The purpose of this study was to take a look at goal setting and methodology the 4 Disciplines of Execution. This approach has been emerging gradually here in Iceland and several companies have adopted the methodology. Goal setting is an important factor when it comes to implementing new policies and to improve the performance of employees. Factors such as motivation, strain, feedback and knowledge of 4DX were examined to see whether these factors further enhance the performance of the employees. All these factors are important for the life cycle of companies and in order to further increase profitability as well as achieve competitive advantage, it is necessary for managers to constantly consider goal setting when developing policies.
    The study was a quantitative one and a questionnaire was sent out to those companies in Iceland that have adopted the methodology. Participants in the study were employees that have relied on The 4 Disciples of Execution and worked systematically towards their goals daily. The overall results of the study were that 4DX could increase work satisfaction and enhance the performance of employees. The methodology promotes realistic goal setting that can be achieved with accompanying benefits for all concerned without causing increased strain among employees. The interaction between motivation, feedback and knowledge of the methodology results in positive effects for individual employees as well as the organization, i.e. improves their performance for both long and short term, as individuals and as an organization.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðný_Maja_Riba MS ritgerð_9.janúar 2017.ocx.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing (1).pdf32,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF