is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26580

Titill: 
  • Samskiptahæfni barna, hvaða félagslegu þættir hafa áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvað einkennir samskipti barna við fullorðna og önnur börn. Einnig er skoðað tengslamyndun í frumbernsku og fram að unglingsaldri og áhrif þess á hæfni barna í samskiptum. Niðurstöður rannsóknarspurninga í ritgerðinni sýndu fram á að þróun tengsla í frum- og miðbernsku hafa áhrif á hæfni barna í samskiptum við aðra. Þá kom einnig í ljós að þrátt fyrir að áhrif foreldra á hæfni barna í samskiptum sé mikil þá hafa kennarar og önnur börn einnig áhrif. Það kom fram að mikilvægt er að fullorðnir geti verið börnum góð fyrirmynd og gæði samskipta milli fullorðinna og barna hafa mikil áhrif á líðan barna, hæfni þeirra í samskiptum og námsárangur. Einnig var sýnt fram á að það getur dregið úr samskiptaörðugleikum og vanlíðan barna ef börn fá leiðsögn og kennslu í samskiptum og stuðlað sé að félagslegri hæfni barna í skóla. Niðurstöður sýndu einnig fram á að mikilvægt er að foreldrar geti fengið uppeldislega ráðgjöf og stuðning í uppeldishlutverki sínu. Það kom í ljós að mikilvægt er að foreldrar og starfsmenn grunnskóla fylgist með samskiptaháttum barna í miðbernsku við jafningja og komi börnum til aðstoðar þegar samskipti þeirra á milli ganga ekki vel og geti verið þeim stuðningur. Það kom jafnframt í ljós að félagsráðgjafar geta reynst vel sem stuðningur við börn, foreldra og kennara í félagslegum þáttum og samskiptum þeirra á milli.

    Lykilorð: Börn, tengsl, samskipti og samskiptavandi.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskiptahæfni barna, hvaða félagslegu þættir hafa áhrif.pdf814.54 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_rh.pdf156.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF