is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26581

Titill: 
  • Foreldrafræðsla fyrir einhleypa foreldra: Tekur fræðsla fyrir verðandi foreldra mið af þörfum einhleypra foreldra?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjöldi ólíkra fjölskylduforma í dag er meiri en áður og er hugtakið fjölskylda að breytast. Á seinustu áratugum hefur hjónavígslum fækkað á meðan skilnaðartíðni hefur aukist og ógiftum mæðrum fjölgað alls staðar í heiminum. Aðstæður einhleypra foreldrar geta verið mismunandi og ekki eru allir svo lánsamir að eiga gott bakland. Því er mjög áríðandi að tekið sé mið af þörfum þeirra svo að þau geti nýtt sér þá fræðslu og þjónustu sem er í boði hér á landi, burt séð frá hjúskaparstöðu. Fræðsla á meðgöngu líkt og foreldrafræðslunámskeið er ein leið til þess að veita einhleypum verðandi foreldrum stuðning en rannsóknir hafa sýnt fram á það, að á meðgöngu tímabilinu eru foreldrar sérstaklega opnir fyrir hvers kyns fræðslu og yfirleitt kjósi konur eins mikla fræðslu og stendur þeim til boða. Árangur foreldrafræðslunámskeiða hefur töluvert verið rannsakaður erlendis en innlendar rannsóknir á samskonar efni er ábótavant. Niðurstöður rannsókna sýna fram á það, að meirihluti þeirra sem ekki mæta á fræðslu námskeið fyrir verðandi foreldra eru ungar einhleypar konur. Einnig má sjá að stór hluti þeirra sem leita til félagsráðgjafa eru þungaðar einhleypar konur og einstæðar mæður með nýfædd börn. Félagsráðgjafar gegna þ.a.l. lykilhlutverki í samstarfi við þennan tiltekna hóp. Vandamál og staða þessara kvenna er oft á tíðum afar mismunandi. En óháð aðstæðum þá fylgir því að vera ein aukið álag og þurfa allar þessar konur á tilfinningalegum stuðningi að halda.

Samþykkt: 
  • 10.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG216L_srg22_BAritgerð.pdf599.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf14.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF