is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26585

Titill: 
  • Netverslun: Mikilvægi þjónustu- og hönnunareiginleika.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðar var að greina hvaða þjónustu- og hönnunareiginleikar eru mikilvægir í netverslun. Umfjöllunarefni ritgerðar er netverslun með áþreifanlegar vörur þar sem seljendur varanna selja þær beint til neytenda (business-to-consumer). Framkvæmd var markaðsrannsókn þar sem spurningar voru byggðar á fræðilegu efni um netverslun og fyrri rannsóknum á viðfangsefninu. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalistanum var dreift á Facebook og í tölvupósti til nemenda í grunnnámi við Háskóla Íslands. Á tímabilinu 11. júlí – 20.nóvember 2016 söfnuðust 641 svör til úrvinnslu. Notast var við SPSS forritið til úrvinnslu tölfræðilegra gagna.
    Helstu niðurstöður benda til þess að netverslanir eiga að leggja mikla áherslu á að byggja upp traust gagnvart kaupendum. Mjög mikilvægir þjónustueiginleikar eru allir þeir sem snúa að trausti og öryggi við kaup. Netverslun skal vera með vottaðar viðurkenningar um öruggar greiðsluaðferðir og framleiðsluábyrgð á seldum vörum. Mikilvægustu hönnunareiginleikar vefsíðna eru góðar og skýrar myndir af vörum, nákvæmar og skiljanlegar vöruupplýsingar, hraðvirk vefsíða og leitarvél og að auðvelt sé að finna þær vörur og upplýsingar sem leitað er að. Með þessa eiginleika að leiðarljósi á netverslunin að geta uppfyllt væntingar kaupenda. Íslenskar netverslanir sem snjallsímavæða vefsíður sínar geta náð forskoti á markaði, aukið sölu og tekið þátt í þeirri þróun sem á sér stað í netverslun.

Samþykkt: 
  • 11.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Netverslun Mikilvægi þjónustu- og hönnunareiginleika.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
3015_0001.pdf60.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF