is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26586

Titill: 
  • Persónulegt og pólitískt: Kynjapólitík og hversdagsleiki á þremur lögmannsstofum
Efnisorð: 
Skilað: 
  • Febrúar 2017
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á gögnum úr þátttökurannsókn á þremur lögmannsstofum. Einni með konur í miklum meirihluta, annarri með karla í miklum meirihluta og þriðju með nokkuð jafnt kynjahlutfall. Markmiðið var að sjá hvernig persónuleg pólitík mótaði vinnustaðamenningu og vinnustaðasamskipti, greina valdajafnvægið og skoða áhrif og afleiðingar þess. Kyn og kyngervi var í forgrunni og ætlunin var að greina hvernig þetta hefði áhrif á persónulegt vald einstaklinga. Samfélagslegar reglur um „rétta“ framsetningu kyngervis eru strangar og konur mæta oft neikvæðum viðhorfum þegar þær fara á svig við þessar reglur og hasla sér völl í atvinnulífinu. Auk þess búa þær við strangar reglur hvað líkama og útlit varðar. Konur í valdastöðum njóta almennt minni trúverðugleika en karlar vegna kyns og eiga oft erfiðara með að mynda tengslanet sem aftur skaðar trúverðugleikann. Kyngervisreglur sníða körlum líka þröngan stakk. Karlar geta til dæmis síður leyft sér að vera persónulegir og viðkvæmir í samskiptum. Niðurstöðurnar voru þær að bæði kyn virtust njóta góðs af því að kynjahlutfall á vinnustaðnum væri frekar jafnt. Þannig var andrúmsloft og vinnustaðamenning afslappaðri. Kvenlögmennirnir virtust njóta góðs af nærveru karlalögmanna hvað almennan trúverðugleika varðaði, þar sem kyngervisreglur kvenna voru ekki jafn harkalega brotnar þegar kynin unnu saman. Þá þuftu konurnar ekki að setja sér jafn strangar reglur að mörgu leyti. Karlarnir gátu svo verið persónulegri í samskiptum vegna nærveru kvenlögmannanna.

Samþykkt: 
  • 11.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Johnson nytt.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym1258_doc02739020170111125031.pdf286.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF