Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26589
Gerð er grein fyrir úttekt á vatnsgæðum hjá tuttugu vatnsveitum á Íslandi sem þjóna um 80% íbúa landsins. Úttektin fólst í greiningu á efnafræðilegum þáttum í vatni vatnsveitanna og samanburði við kröfur í neysluvatnsreglugerð. Skoðuð eru efni sem eru óæskileg í miklu magni og magn þungmálma í drykkjarvatni. Einnig er skoðuð mengun frá landbúnaði og annarri starfsemi með því að gera tölfræðilega athugun á sambandi styrk nítrats í neysluvatni og landbúnaði á vatnsverndarsvæðum. Helstu niðurstöður eru þær annars vegar að neysluvatn á Íslandi hjá þeim vatnsveitum sem skoðaðar eru fullnægir alltaf kröfum um gæði efnafræðilegra þátta. Greiningarmörk eru hins vegar í mörgum tilfellum ófullnægjandi og/eða of há bæði miðað við meðaltal styrks efnanna og bakgrunnsgildi ómengaðs grunnvatns. Við tölfræðigreiningu kemur í ljós aukning á nítrati á þeim vatnsverndarsvæðum þar sem stundaður er landbúnaður og þar sem er íbúðabyggð. Styrkur nítrats er þó alltaf langt undir leyfðum mörkum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Neysluvatnsgæði.pdf | 102,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |