is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26594

Titill: 
  • Áhrif gæðakerfa vatnsveitna á lýðheilsu
Efnisorð: 
Útgáfa: 
  • 2014
Útdráttur: 
  • Aðgangur að nægu og hreinu drykkjarvatni er ein af undirstöðum lýðheilsu og velferðar í hverju samfélagi. Mikilvægt er að tryggja að vatn njóti verndar bæði lagalega og í allri umgengni um vatnsauðlindina. Á Íslandi var neysluvatn flokkað sem matvæli í matvælalöggjöf árið 1995. Með þeirri löggjöf voru lagðar skyldur á vatnsveitur að beita kerfisbundnu fyrirbyggjandi innra eftirliti til að tryggja gæði neysluvatns samhliða lögbundnu ytra eftirliti heilbrigðiseftirlits og var Ísland þar meðal fyrstu þjóða til að lögleiða innra eftirlit í vatnsveitum, svonefnt gæðakerfi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif þessarar lagasetningar á heilsufar íbúa. Það var gert með því að skoða skráningu á niðurgangi hjá heilsugæslustöðvum og bera saman tíðni hans við vatnsveitur sem voru með og án innra eftirlits og þjónuðu svæði heilsugæslustöðvanna. Niðurstöðurnar sýndu marktækt lægri tíðni niðurgangs á svæðum þar sem vatnsveitur höfðu sett upp innra eftirlit.

Birtist í: 
  • Verktaekni 2014:20, bls. 17-21
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd vísindagrein í Verktækni, Tímarit Verkfræðingafélagsins 2014
Samþykkt: 
  • 12.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ahrif_gaedakerfa_vatnsveitna_a_lydheilsu.pdf317,87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna