is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26595

Titill: 
  • Gæði neysluvatns í ferðaþjónustu á Íslandi
Útgáfa: 
  • 2015
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Hún eykur álag á marga innviði samfélagsins þar með talið stóraukið álag á vatnsveitukerfi í dreifbýli. Í þessari rannsókn var örveruástand hjá 444 minni vatnsveitum greint úr gagnagrunni um reglubundið eftirlit frá 7 heilbrigðiseftirlitssvæðum á Íslandi. Rannsakað var hvernig neysluvatn uppfyllir reglugerð varðandi heildargerlafjölda, kólígerla, og E.coli. Niðurstöðurnar sýna að minnstu vatnsveitur í dreifbýli sem þjóna ferðamönnum hafa mun meira af örverum en aðrar í sama stærðarflokki og enn meiri munur er þegar borið er saman við vatnsveitur sem þjóna fleirum en 500 manns. Ástæður þessa eru líklega meðal annars erfiðleikar við að ráða við breytilegt árstíðabundið álag, takmörkuð þjónusta á afskekktum stöðum, og óljós ábyrgð.

Birtist í: 
  • Verktækni 2015:21, bls. 17-20
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd vísindagrein í Verktækni, Tímarit Verkfræðingafélagsins 2015
Samþykkt: 
  • 12.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gaedi_neysluvatns_i_ferdathjonustu_a_islandi.pdf849,75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna