is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26596

Titill: 
 • Foreldrar sem vilja börnin sín veik
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að fjalla um Munchausen-staðgengilsheilkennið með hliðsjón af þeim fræðigreinum og rannsóknum sem til eru um efnið.
  Munchausen-staðgengilsheilkenni eða Munchausen-heilkenni staðgengils er sérstök tegund ofbeldis. Það á sér stað þegar einstaklingur býr viljandi til veikindi hjá aðila í hans umsjón, er valdur að þeim eða ýkir þau. Sá aðili gerist þá staðgengill (e. proxy) fyrir sálfræðilegar þarfir gerandans.
  Algengast er að gerandi sé móðir sem reynir eins og hún getur að halda ungu barni sínu veiku til þess að uppfylla eigin tilfinningalegar þarfir. Fræðimenn deila um hvort líta eigi á heilkennið sem geðsjúkdóm eða einungis eina birtingarmynd ofbeldis, en gerandinn fær þá greiningu að hann sé haldinn Munchausen-staðgengilsheilkenni. Gerandinn getur einnig verið faðir eða annar umsjónarmaður fórnarlambsins, og það getur einnig verið aldrað foreldri eða gæludýr til dæmis. Í flestum tilvikum er þó um að ræða móður og barn yngra en eins árs. Gerandinn lifir í stanslausum blekkingaleik og þrífst á athyglinni sem hann fær vegna þess að fólk heldur að hann sé umhyggjusamur. Til dæmis notar hann lygar og blekkingar við alla í kring um sig, breytir læknaskýrslum eða rannsóknarsýnum, framkallar einkenni með því að skaða þolanda, og vill að þolandi undirgangist rannsóknir og aðgerðir sem geta verið hættulegar og sársaukafullar.
  Rannsóknir hafa sýnt að ofbeldið sem þolandi verður fyrir er oftast bæði líkamlegt og andlegt, og stundum alvarlegt. Dæmi eru um að gerandi sé valdur að uppköstum, niðurgangi, flogaköstum, útbrotum á húð, óeðlilegu þyngdartapi, magasári og tannskemmdum. Hann kemur þessu til leiðar með því meðal annars með því að láta þolandann innbyrða lyf eða eiturefni, eða skaðar þolandann líkamlega á annan hátt. Þetta verður til þess að þolandi þarf að undirgangast læknisaðgerðir, oft alvarlegar.
  Munchausen-staðgengilsheilkenni er flókið fyrirbæri sem erfitt er að greina og rannsaka. Oft kemst ekki upp um ofbeldið fyrr en löngu eftir að það á sér stað, stundum of seint til að lífi þolanda verði bjargað. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um heilkennið því miklu skiptir að bregðast fljótt og rétt við.

Samþykkt: 
 • 12.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munchausen.stadgengisheilkenni.hth197.lokskil.pdf716.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16 (2).doc33 kBLokaðurYfirlýsingMicrosoft Word