is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26597

Titill: 
  • Ruglingshætta vörumerkja. Um mat á hættu á að ruglast verði á vörumerkjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt ákvæðum laga um vörumerki nr. 45/1997 geta einstaklingar og lögaðilar öðlast einkarétt á vörumerkjum. Ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna kveður á um eitt af grundvallaratriðum í vörumerkjarétti. Þar segir að aðrir en eigandi vörumerkis mega ekki heimildarlaust nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans, ef notkunin tekur til eins eða svipaðrar vöru eða þjónustu og vörumerkjarétturinn nær til og hætt er við ruglingi, þar með talið að tengsl séu með merkjunum. Með þessari ritgerð verður leitast við að greina hvaða atriði og viðmið eru lögð til grundvallar þegar ruglingshætta vörumerkja er metin. Kannað er hvaða aðferðum er beitt og hvaða meginreglur gilda þegar vörumerki eru borin saman við mat á ruglingshættu. Megináhersla verður lögð á að greina mál er varða þrjár algengar tegundir vörumerkja, orðmerki, myndmerki, og blönduð orð- og myndmerki. Auk þess verður gerð grein fyrir Kodak reglunni um vernd vel þekktra vörumerkja, og mati á vöru- og þjónustulíkingu. Við þessa greiningu verður litið til dómaframkvæmdar Hæstaréttar og héraðsdóms, úrskurða áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, auk fræðikenninga. Einnig verður litið til dóma Evrópudómstólsins í þeim tilvikum þar sem hann hefur kveðið á um meginreglur er gilda um vörumerki. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 12.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Masterskjal (1).pdf1,08 MBLokaður til...11.01.2117HeildartextiPDF
Yfirl_undirrituð_pdf_tölvutæk_.pdf318,1 kBLokaðurYfirlýsingPDF