is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/266

Titill: 
  • Rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir börn á aldrinum 3 til 10 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og forprófa matstækið Sensory Profile. Með forprófuninni var frammistaða íslenskra barna á aldrinum þriggja til tíu ára á matstækinu könnuð. Auk þess sem hún var borin saman við bandaríska staðla. Megindleg rannsóknaraðferð með lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa niðurstöðum. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hver er frammistaða íslenskra barna á aldrinum þriggja til tíu ára samkvæmt matstækinu Sensory Profile og er hún sambærileg við bandaríska staðla sem gefnir eru upp í handbók matstækisins? Meðaltal, staðalfrávik, miðgildi og spönn var notað til að gera grein fyrir heildarframmistöðu þátttakenda. Við samanburð við bandarísku staðlana var notast við meðaltal og staðalfrávik þar sem frammistaðan taldist sambærileg ef munur reyndist innan við tvö stig. Að auki var áreiðanleiki kannaður. Upplýsingum var safnað með íslenskri þýðingu matstækisins Sensory Profile. Þátttakendur í rannsókninni voru 72 börn úr tveimur leikskólum og tveimur grunnskólum á Akureyri. Við val á skólum var notað hentugleikaúrtak en handahófsúrtak við val á þátttakendum. Upplýsingasöfnun fór þannig fram að matseyðublöð voru send til foreldranna sem fylltu þau út og sendu aftur til rannsakenda. Niðurstöður voru skoðaðar með tilliti til kyns og skólastigs íslensku barnanna. Þær sýndu að lítill munur er á frammistöðu barnanna milli kynja. Meðaltal leikskólabarna er hins vegar nokkuð lægra en grunnskólabarna á flestum matshlutum og kvörðum matstækisins. Þegar tíðni atferlis og viðbragða íslensku barnanna var borinn saman við bandaríska stöðlunarúrtakið kom í ljós að frammistaðan er sambærileg í flestum matshlutum og kvörðum. Íslensku börnin eru þó heldur lægri í einstaka matshluta og kvarða. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um þýðingu og notagildi matstækisins og renna styrkum stoðum undir notkun þess með börnum á Íslandi.
    Lykilhugtök: Sensory Profile, skynúrvinnsla, frammistaða.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sensory.pdf7.15 MBOpinnRannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir börn á aldrinum 3 til 10 ára - heildPDFSkoða/Opna