en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26600

Title: 
 • Title is in Icelandic Femínísk praktísk guðfræði
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerð þessi byggir á rýnihóp og megindlegri rannsókn sem gerð var á starfi og líðan prestvígðra kvenna. Þátttakendur voru 32 prestvígðar konur og starfandi prestar Þjóðkirkjunnar.
  Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu og líðan prestvígðra kvenna í dag og á þörf og þekkingu á jafnréttisvinnu innan þjóðkirkjunnar.
  Markmiðið er að skoða og áætla hversu langt við erum komin að jafnrétti innan þjóðkirkjunnar meðal starfandi þjóna hennar og hvernig hægt er að auka stöðu og líðan prestvígðra kvenna með það fyrir augum að efla starfsánægju, samstarf og starfsumhverfi þjóðkirkjunnar og bæta þekkingu og gildi femínískrar praktískrar guðfræði innan fræðanna og fagsviðsins.
  Sú rannsóknarspurning sem leitast var við að svara er: Hver er staða og líðan prestvígðra kvenna þjóðkirkjunnar?
  Fræðileg sjónarmið rannsóknarinnar byggjast á kenningum um praktíska guðfræði, femínisma, femíníska guðfræði og femíníska praktískra guðfræði.
  Notast var við rýnihóp og gerð var megindleg rannsókn með opnuðu og lokuðu spurningarformi en með því var talið að traustar og víðtækar niðurstöður fengjust.
  Notast var við skýrandi tölfræði og tölfræðilega úrvinnslu á greiningum gagna.
  Meginniðurstöður voru þær að staða prestvígðra kvenna þjóðkirkjunnar er enn ekki til jafns við prestvígða karla og hefur jafnrétti ekki verið náð. Allt bendir til þess að þær séu ósáttar við hlutskipti sitt til embættisveitinga, setu í nefndum og stjórnum yfirstjórnar þjóðkirkjunnar og að framagengi þeirra í starfi sé takmarkaðri er karlana og að þær séu undir miklu álagi í starfi og með lítinn stuðning frá yfirmönnum og yfirstjórn.
  Þjóðkirkjan þarf að axla þá ábyrgð að sýna fordæmi í jafnréttismálum og bæta ímynd sína og tryggja þjónum sínum jafnrétti, starfsánægju og öryggi.

Accepted: 
 • Jan 16, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26600


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HildurBjorkHorpudottir-Skil.pdf4.7 MBLocked Until...2077/01/01HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf100.96 kBLockedYfirlýsingPDF