en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26605

Title: 
  • Title is in Icelandic Orðin skipta máli: Orðabókin.is verður til
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Greinargerð þessi er fyrri hluti lokaverkefnis í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Seinni hluti verkefnisins er vefurinn ordabokin.is, auk þriggja stuttra hlaðvarpsþátta sem aðgengilegir eru á sama vef.
    Hér verður sagt frá tilurð vefsins og fjallað um miðlunarleiðirnar sem notaðar eru, þ.e. vefinn og hlaðvarpið. Gefin verður innsýn í orðabókafræði og viðfangsefni hennar. Leitað verður svara við því hvernig hægt er að miðla orðabókum á vefnum og hvaða miðlunarleiðir henta til að koma efni þeirra á framfæri. Nokkrar íslenskar veforðabækur verða skoðaðar; athugað verður hvað vel er gert í þeim og hvað mætti betur fara. Þá verður sagt frá undirbúningi verkefnisins og framkvæmd þess. Að lokum birtast hugleiðingar um framtíð vefsins.
    Markmiðið með vefnum er að gera tungumálið aðgengilegt og sýna fram á að það er lifandi og í stöðugri þróun. Hver sem er getur tekið þátt í að skapa tungumálið; það er ekki bara búið til og skilgreint af sérfræðingum á skrifstofum. Á vefnum verður mest áhersla lögð á slangurorð, nýyrði og gömul orð sem hafa fengið nýja merkingu á undanförnum árum.

Related Link: 
Accepted: 
  • Jan 16, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26605


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
greinargerdin_loka.pdf1,59 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlysing.pdf36,71 kBLockedPDF