is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2661

Titill: 
  • Áhrif eksentrískrar styrktaræfingar á styrk aðfærsluvöðva mjaðma og hreyfiferil fráfærslu í mjöðm hjá knattspyrnumönnum í efstu deildum karla á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkur í nára er algengt vandamál í knattspyrnu. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að skoða áhrif eksentrískrar styrktaræfingar á eksentrískan og konsentrískan styrk aðfærsluvöðva mjaðma og hins vegar á hreyfiferil fráfærslu hjá knattspyrnumönnum í efstu deildum karla á Íslandi. Lagður var spurningalisti fyrir 62 leikmenn í þremur liðum og leikmenn valdir út frá honum. Leikmönnum var slembiraðað í rannsóknarhóp sem framkvæmdi eksentríska styrktaræfingu fyrir aðfærsluvöðva mjaðma og viðmiðunarhóp sem fékk ekkert inngrip. Styrkur aðfærsluvöðva og hreyfiferill fráfærslu var mældur fyrir inngrip og eftir 6 vikur. Af þeim leikmönnum sem hófu rannsókn voru 24 leikmenn sem luku henni. Marktæk aukning var á meðal eksentrískum (p = 0,024) og hámarks (p = 0,039) og meðal konsentrískum styrk (p = 0,020) á hægri fótlegg innan rannsóknarhóps. Einnig var hámarks konsentrískur styrkur á hægri fótlegg marktækt hærri hjá rannsóknarhópi en viðmiðunarhópi (p = 0,048). Enginn marktækur munur var á hreyfiferli fráfærslu í mjöðm milli hópa eða innan hvors hóps fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 15.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - námsbraut í sjúkraþjálfun_fixed.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna