is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26611

Titill: 
  • Skáldskapur raunveruleikans: Staða sjálfsævisögunnar í dag og viðtökur verksins Min Kamp eftir Karl Ove Knausgård
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård gaf út sjálfsævisögulegt verk sitt, Min kamp, á árunum 2009-2011. Verkið, sem taldi 3600 síður og kom út í sex bindum, vakti strax mikla athygli í heimalandi höfundarins og var Knausgård fljótlega settur í flokk annarra merkra rithöfunda á borð við Marcel Proust, Knut Hamsun og Jon Fosse. Ekki leið þó á löngu þar til lesendur bókanna viðruðu efasemdir sínar um gildi textans, þá sérstaklega sökum þess hvernig hann lægi á mörkum veruleika og skáldskapar.
    Í ritgerðinni verða viðtökur verksins Min Kamp skoðaðar og kannað hvaða áhrif það hefur að verkið sé sjálfsævisögulegt. Verkið verður skoðað út frá bæði texta bókarinnar sjálfrar og paratexta bókarinnar, þ.e. umfjöllunar um bókina, káputexta og viðtala við höfundinn. Einnig verður verkið skoðað í bókmenntasögulegu samhengi og hvort að það hafi valdið þeim vatnaskilum sem viðtökur verksins gefa til kynna. Litið verður til fræðimanna á sviði sjálfsævisagna á borð við Philippe Lejeune, Paul John Eakin og Poul Behrendt. Skoðað verður hvernig viðtökur bókanna eru ólíkar eftir löndum og hvort að staða sjálfsævisögunnar í þessum löndum eigi þar hlut að máli. Velt verður vöngum yfir stöðu sjálfsævisögunnar í nútímabókmenntaumhverfi og þá hvort mögulegt sé að sjálfsævisagan eigi ekki sæti í kanónu nútímabókmennta og því sé stöðugt verið að gefa henni annað nafn, skapa nýja greinarflokka sem rúma „bókmenntalegar“ sjálfsævisögur.

Samþykkt: 
  • 16.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Baldvinsdottir_Titilsida.pdf109.1 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_skemman.pdf331.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Gudrun_Baldvinsdottir_meistararitgerd.pdf825.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna