is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26613

Titill: 
  • "Nú veit ég svona nokkurn veginn hvað ég vil gera": Vinna með námi og starfsferilsþróun framhaldsskólanemenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að öðlast þekkingu á reynslu framhaldsskólanemenda af samþættingu vinnu og náms. Lögð var áhersla á að kanna hvort nemendur teldu sig hafa hag af fyrri starfsreynslu fyrir komandi náms- og starfsferil. Tekin voru hálf-opin viðtöl við sjö framhaldsskólanemendur á aldrinum 18 til 20 ára sem vinna samhliða námi. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur hafi í raun verið megin ástæðan fyrir því að framhaldsskólanemarnir sjö unnu samhliða námi, hafði starfsreynslan sem þeir öfluðu sér mun víðtækari áhrif. Í gegnum hlutastörf sín öðluðust ungmennin ákveðna starfshæfni og þekkingu sem þau sáu fram á að kæmi að góðum notum fyrir framtíð þeirra á vinnumarkaði. Jafnframt litu ungmennin svo á að starfsreynslan nýttist þeim við skipulagningu á áframhaldandi námi og gerði þau reiðubúnari til að hefja störf á vinnumarkaði við lok skólagöngu. Ennfremur gaf starfsreynslan þeim tækifæri til starfskönnunar og jók sjálfsþekkingu þeirra á eigin persónuleika, áhugasviði og gildum. Megin niðurstaðan er því sú að starfsreynsla ungmenna skiptir máli fyrir náms- og starfsferilsþróun þeirra. Því er mikilvægt að þau fái tækifæri til að afla sér þekkingar og hæfni með atvinnuþátttöku samhliða námi. Vonast er til að rannsóknin skili foreldrum og öðrum þeim aðilum sem vinna með ungu fólki, á vettvangi náms og atvinnulífs, aukinni þekkingu á reynslu framhaldsskólanema af samþættingu vinnu og náms.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain a better understanding of how upper secondary school students manage to integrate part-time work with their studies. The main focus was on exploring whether students considered there to be benefits in having previous work experiences when it comes to planning their future careers and education. Seven semi-structured interviews were conducted with upper secondary full-time students aged 18 to 20 years who hold part-time employment. The results indicate that although the primary reason the students currently undertake part-time employment is financial gain, the benefits are in fact more extensive than that. Through their part-time work, the young people are gaining skills and experience that they believe will give them a better foundation for further studies as well serve them as good preparation when it becomes time to commence their post-study careers. Furthermore the part-time work builds competences in the students and allows them first hand access to explore the labour market, enabling them to advance their understanding of their own personal competencies, interests and values. It is therefore concluded that working in parallel with studying positively affects academic and career development. For this reason, it is important that students be given an opportunity to gain work experience whilst completing their studies in secondary school. It is desired that this study may help parents, career counselors and all other professionals working with young people both in schools and in the labour market, to gain a further insight into students‘ experiences of integrating work and education.

Samþykkt: 
  • 16.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja Dröfn Þórarinsdóttir.pdf750.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing inn á skemmu.jpg589.67 kBLokaðurYfirlýsingJPG