is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26614

Titill: 
  • „Það er svolítið verið að leita að mér í þessari bók“ Þýðing og eigindleg forprófun á ráðgjafarefninu Saga mín í námi og starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í hugsmíðahyggjukenningum um starfsferilinn er því haldið fram að við sköpum starfsferil okkar. Þessu fylgir að unnt er að hanna ráðgjafarefni sem getur hjálpað til við þessa mótun. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar var um að ræða þýðingu á ráðgjafarefninu My Career Story (í. Saga mín í námi og starfi) sem er í vinnubókarformi og gengur út á að einstaklingur þekki lífssögu sína, segi frá henni og auki þannig skilning sinn á náms- og starfsáformum og starfsvali. Hins vegar var markmiðið að meta hvernig inngrip sem byggja á vinnubókinni Saga mín í námi og starfi hjálpa einstaklingum sem standa á tímamótum á náms- og/eða starfsferli og þá sérstaklega hvernig þeir upplifðu þennan stuðning. Rannsóknin byggði á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við sjö ungmenni, á aldrinum 18 til 22 ára, sem stóðu á tímamótum í námi og höfðu forprófað á eigindlegan hátt vinnubókina og þar af leiðandi tekið þátt í lífshönnunar inngripum sem byggja á ráðgjafarefninu. Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinnubókin Saga mín í námi og starfi nái þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að aðstoða ungmenni við að koma auga á hindranir í námi, efla sjálfstraust þeirra og sjálfsþekkingu og skýra náms- og starfsval þeirra. Í ljósi niðurstaðna er ljóst að vinnubókin mun geta nýst náms- og starfsráðgjöfum við að leiðbeina einstaklingum sem standa á tímamótum á náms- og/eða starfsferli sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    Constructivist theories of career development argue that we create our own careers. Consequently, counselling materials can be developed to facilitate this process. The aim of the present study was twofold. The first step was to translate the counselling material My Career Story into Icelandic, which is in the form of a workbook. The purpose of the workbook is to encourage individuals to know their life story and be able to narrate it, thus increasing their understanding of their plans and choice of career. The other aim was to evaluate the intervention, based on the workbook My Career Story, on individuals who are at crossroads in their career, particularly how they experienced this support in overcoming obstacles and solving problems through. The study was based on qualitative methods. Seven 18-22 year old people were interviewed, all of whom were at crossroads in their studies and had tested qualitatively the workbook and therefore had participated in a life-design counselling for career construction based on the counselling material. The main conclusions of the study indicate that the workbook My Career Story is reaching the intended objectives, i.e. in being helpful in assisting young people to identify academic obstacles and promotes self-confidence and self-knowledge as well as clarifying their professional and academic choices. It is clear, in light of my conclusions, that My Career Story can be beneficial to school and career counsellors in guiding individuals who are at a crossroads in their career.

Samþykkt: 
  • 16.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Gerður Gylfadóttir.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
80580.jpg967.08 kBLokaðurYfirlýsingJPG