Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26622
Heimildamyndin Ystafell: Skipulag í óreiðunni er samtímaleg mannlífsmynd um innra starf á Samgönguminjasafninu á Ystafelli, sem staðsett er í Kaldakinn í Þingeyjarsveit. Þar er fylgst með safnstjóranum Sverri Ingólfssyni sem notar rólega veturnar í að gera upp fornbíla og á sumrin tekur hann á móti ferðamönnum og allt iðar að lífi. Athygli vekur að Sverrir er lamaður fyrir neðan bringu en það truflar hann ekki í vinnunni. Myndin sem var tekin upp árið 2016 fer yfir árstímabil í starfi á safninu og er hugsuð til kynningar, fræðslu og skemmtunar. Greinagerð þessi fer yfir hugmyndafræði myndarinnar, vinnuferli og fræðilegar tengingar hennar. Greinagerðin og heimildamyndin eru lokaverkefni mitt til meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ystafell greinagerð FIN.pdf | 869.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16 (1).pdf | 12.36 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Yfirlýsing m undirskrift.jpg | 15.91 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |