is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26624

Titill: 
  • „Það var ekkert plan B, þetta var bara það sem ég var að fara að gera!“ Upplifun og reynsla ungmenna af höfnun á fyrsta vali á framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að veita innsýn í veruleika þeirra ungmenna sem fengu höfnun á fyrsta vali sínu á framhaldsskóla og hvaða afleiðingar það hafði. Lagt var upp með að skoða hvaða þættir höfðu áhrif á val ungmenna þegar sótt var um tiltekinn framhaldsskóla og hvar þau standa í dag. Rannsóknin byggir á viðtölum við sjö ungmenni sem öll áttu það sameiginlegt að hafa fengið höfnun frá draumaskólanum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendur upplifðu það sem erfiða og sára reynslu að fá höfnun á fyrsta vali sínu á framhaldsskóla. Þeir upplifðu skömm og það reyndist þeim erfitt að tala um höfnunina út á við, sér í lagi við jafnaldra, en allir viðmælendur sögðu vera mikla pressu á að fá góðar einkunnir í grunnskóla og að mikil samkeppni væri í gangi, sér í lagi innan jafningjahópsins. Einn af viðmælendunum stundar nám í framhaldsskóla sem hann fékk úthlutað og fjórir stunda nám í þeim framhaldsskóla sem þeir settu í annað val. Tveir viðmælendur flosnuðu fljótlega upp úr námi frá þeim skóla sem þeir settu í annað val. Í dag telja flestir viðmælenda sig vera á góðum stað.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore the emotional and educational experiences of young people that were not accepted into their preferred upper secondary education school. Semi-structured interviews were conducted with seven youths who share having not being accepted at the upper secondary school they aspired to attend. The principal results demonstrate that the interviewees felt distressed and hurt after having been rejected by the school they had marked as their first option. They experienced feelings of shame and struggled with discussing their non-acceptance, particularly with other youths. All the youngsters spoke of tremendous pressure to receive good grades in secondary school and a great amount of competition, especially within their group of peers. One of the interviewees is studying at the high school he was alloted by the ministry of education and four study at the high schools they had chosen as their second options. Two of the interviewees abandoned their studies at the schools of their second choice before long. Presently, most of the interviewees consider themselves to be well situated.

Samþykkt: 
  • 17.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_gudrunhelgaastridardottir.pdf601.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemmublad.jpg32.06 kBLokaðurYfirlýsingJPG