is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26626

Titill: 
  • Árangursmæling þekkingarstarfsmanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um árangursmælingu þekkingarstarfsmanna. Valin voru 10 módel og þau skoðuð til þess að sjá hvernig árangur er almennt mældur. Dregin voru 23 einkenni út úr þekktum árangursmælingar módelunum og þau svo notuð til þess að skilgreina hvernig árangur sé mældur sem verður svo notað til þess að greina hvernig þekkingarstarfsmenn eru mældir. Þekkingarstarfsmenn er mjög stór hópur og því voru valdir þrír hópar þekkingarstarfsmanna og þeir skoðaðir hvernig þeir eru árangursmældir. Hóparnir sem valdir voru voru hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar og hugbúnaðarverkfræðingar. Aðal markmið ritgerðinnar er að kanna hvernig þekkingarstarfsmenn eru árangursmældir. Lagðar voru fram tvær undirspurningar sem auðveldar ferðalagið í gegnum verkefnið og leiðir okkur að svari við rannsóknarspurningunni. Fyrri spurningin hljóðar á eftirfarandi hátt: Hvernig er árangur mældur og sú seinni, hvernig er árangursmæling hjá hjúkrunarfræðingum, lögfræðingum og hugbúnaðarverkfræðingum? Niðurstaða þessarar ritgerðar er fyrst og fremst sú að þessir þrír hópar þekkingarstarfsmanna eru ekki að nota einhverja ákveðna aðferð til þess að mæla árangur. Þeir eru hinsvegar allir að mæla árangur í einhverju magni en eru aðallega að mæla fjárhagslega mælikvarða. Fræðin benda á það að áhrifavaldamælikvarðar eru mikilvægir en niðurstaða þessarar ritgerðar sýndi fram á það að þekkingarstarfsmenn leggja meiri áherslu á niðurstöðu mælikvarða.

Samþykkt: 
  • 18.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnhildur Emilsdóttir-MeistaraRitgerð.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-Gunnhildur Emilsdottir.pdf151.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF