is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26632

Titill: 
  • Gengið af velli: Starfsþróun afreksíþróttakvenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Algengt er að afreksíþróttafólk upplifi erfiðleika þegar kemur að því að segja skilið við íþróttahlutverkið og fara yfir á hinn almenna vinnumarkað. Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu afreksíþróttakvenna af íþróttaferilslokum ásamt því að kanna hvaða þættir geta haft áhrif á aðlögun þeirra að lífinu eftir ferilinn. Rannsóknin byggir á viðtölum við sjö fyrrverandi afreksíþróttakonur á aldursbilinu 20-40 ára, sem allar eru tiltölulega ný hættar íþróttaiðkun sinni. Helstu niðurstöður benda til þess að hæfni afreksíþróttakvenna til að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn velti að miklu leyti á eðli breytinganna og ástæðum ferilsloka. Í ljós kom að meirihluti viðmælenda tók meðvitaða ákvörðun um að hætta íþróttaiðkun sinni og var upplifun þeirra af breytingaferlinu almennt góð. Þeir höfðu jafnframt lokið háskólanámi og hlotið reynslu af vinnumarkaði samhliða íþróttaferlinum sem virðist hafa haft jákvæð áhrif á ferilslokin. Íþróttakonurnar sem þurftu að hætta iðkun af ófyrirsjáanlegum ástæðum lentu hins vegar í nokkrum erfiðleikum í aðlögunarferlinu. Vonast er til að niðurstöður geti nýst til að auka þekkingu og skilning fólks á aðstæðum afreksíþróttakvenna sem eru að ganga í gegnum breytingar sem þessar ásamt því að sýna fram á mikilvægi þess að veita íslenskum afreksíþróttakonum betri stuðning á íþróttaferlinum sem og að ferli loknum.

  • Útdráttur er á ensku

    It’s common that elite athletes find it difficult to adjust to life after sport. The aim of this study was to gain insight into the experience of elite female athletes and to find out what can impact their adjustment to life after professional sports. Semi-structured interviews were conducted with seven former elite female athletes at the age of 20-40, who all recently retired from their sport. The main results shows that their ability to adjust to life after their sport career mainly depends on their reasons for retirement. The majority of the athletes decided to retire of their own volition and generally reported positive transition to a new career and family. They had finished bachelor’s degree and gained experience on the labour market which turned out to have positive effect on their transition. The athletes that were forced to withdraw from elite sport due to injury or other difficulties on the other hand experienced adjustment difficulties. Hopefully the results of this study can be used to increase the knowledge and understanding of elite female athletes that are going through the transition from sports. The results can also be used to establish how important it is to provide better support for elite female athletes.

Samþykkt: 
  • 19.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð pdf.pdf641.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf526.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF