Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26634
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að bera skráðar heimildir um staðarhúsin í Skálholti fyrir Suðurlandsskjálftann 1784 saman við niðurstöður fornleifarannsókna á sömu húsum, með það að markmiði hvort hægt er að sjá fyrir sér hvernig var innhorfs í veglegum 18. aldar húsum á Íslandi.
Heimildir um húsin í Skálholti er að finna í Biskupsskjalasafni Íslands í Þjóðskjalasafni Íslands. Skýrslur Fornleifarannsókna á húsunum í Skálholti er að finna í Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands og hjá Fornleifastofnun Íslands.
Í ritgerðinni er saga Skálholtsstaða reifuð lítillega, fjallað er um aðrar ritheimildir um forna húsagerð á Íslandi og fornleifarannsóknir ásamt því að aðferð ritgerðarinnar er lýst. Eftir það er farið í það að skoða húsin í Skálholti eitt af öðru. Aðeins eru skoðuð hús sem voru við stóran megingang húsanna. Of mikið verk væri fyrir þetta verkefni að skoða öll hús sem koma fyrir í biskupsskjalasafni og fornleifarannsóknunum. Þau hús sem eru skoðuð eru megingangur sem hefur norðurdyr og kalldyr, hús skólastarfseminnar, sýruklefi, geymsla, borðsalur skólapilta, búr, kjötskemma, malara- og prestshús og að lokum húsakynni biskups. Farið er í húsin eitt af öðru í hring. Byrjað er á norðaustasta húsinu við meginganginn, skólaeiningunni, og farið niður meginganginn, síðan upp hann aftur og endað á biskupshúsunum.
Niðurstaðan er að það er hægt að sjá fyrir sér vegleg hús 18. aldar á Íslandi með því að bera saman tvær mismunandi gerðir skýrslna. Takmörk hljóta þó alltaf að vera á svona rannsóknum þar sem aðeins er hægt að sjá húsin með augum þeirra sem skrifa skýrslurnar. Síðan er það aðeins sýn höfundar sem kemst í ritgerð sem þessa. Svona rannsóknir eru áhugaverðar og ættu að gefa tækifæri til frekari rannsókna á húsagerð Íslendinga í meira en 1000 ár. Áhugavert væri einnig að gera samanburðarannsóknir á húsum almennings í landinu á sama tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing%20vegna%20BA%20ritgerðar.pdf | 300.11 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Guðríður%20Bjarney%20Kristinsdóttir.pdf_3.pdf | 3.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |