Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26638
Í þessari ritgerð verður leitast við að svara hvort Ísland uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Evrópuráðsins um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Í því skyni verður í upphafi ritgerðarinnar dregin upp heildstæð mynd af hugtakinu hagræðing úrslita. Hagræðing úrslita er skilgreind í ritgerðinni sem, fyrirkomulag, gjörningur eða aðgerðarleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppna með óviðeigandi hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra.
Þá er í ritgerðinni varpað ljósi á mikilvægi íþrótta í nútímasamfélagi og skoðað hvaða afleiðingar hagræðing úrslita getur haft í för með sér gagnvart eðli og hlutverki íþróttuna. Því næst er fjallað um þá aðila sem helst teljast bærir til að hagræða úrslitum og að því loknu gerð athugun á umfangi slíkrar háttsemi á Íslandi.
Næst er farið yfir aðgerðir ýmissa alþjóðasamtaka gegn hagræðingu úrslita og meginefni samnings Evrópuráðsins útlistað. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er fyrst og fremst skoðun á reglum innlendra íþróttasambanda og ákvæði almennu hegningarlaganna sem taldar eru ná yfir háttsemina. Einnig voru skoðaðar sambærilegar reglur í Danmörku og Noregi í þeim tilgangi að kanna hvað Norðurlöndin hafa gert í baráttunni gegn hagræðingu úrslita á Norðurlöndunum.
Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að núverandi regluverk gegn hagræðingu úrslita á Íslandi er illa til þess fallið að ná yfir háttsemina með fullnægjandi hætti og uppfyllir Ísland því ekki skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Evrópuráðsins.
This thesis will endeavour to answer whether Iceland has met its obligations pursuant to the Council of Europe Convention on the Manipulation of Sports Competitions (hereinafter the „Europe Convention“). For that purpose, a comprehensive discussion on the term manipulation of sports competitions, which means an intentional arrangement, act or omission aimed at an improper alteration of the result or the course of a sports competition in order to remove all or part of the unpredictable nature of the aforementioned sports competition with a view to obtaining an undue advantage for oneself or for others.
Further, the importance of sports in modern society will be highligted and the effect of manipulation of sports competitions will be reviewed towards the nature and role of sports. Subsequently, there is a coverage on the parties who are mainly considered competent to manipulate sports competitions and finally an overview of the scope of such manipulation conducted in Iceland.
Thereafter, an overview of the actions of various international organisation against manipulation of sports competitions will be reviewed and the substance of the Europe Convention outlined. The main subject of this thesis is the review that was made on the rules of domestic sports associations and the provisions of the general criminal code, which are considered relevant for manipulation of sports competitions. Furthermore, similar rules in Denmark and Norway were viewed for the purpose of examining the actions made by the Nordic Countries in the fight against the manipulation of sports competitions.
The main conclusion of the review conducted by this thesis implies that the currenct regulatory framework against the manipulation of sports competitions is unsuited for covering the conduction of manipulation of sports competitions adequately and therefore, Iceland is not considered to be in full complience with its obligations pursuant to the Europe Convention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML Ritgerð lokaskjal 2016.pdf | 2.24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |