is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26644

Titill: 
 • Religious Dresses and Symbols : are religions treated equally by the European Court of Human Rights?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Trúarleg tákn og klæði – kemur Mannréttindadómstóll Evrópu jafnt fram við trúarbrögð?
  Ritgerð þessi fjallar um trúfrelsi og réttinn til að iðka trúa. Nánar tiltekið leitast ritgerðin við að svara því hvort að Mannréttindadómstóll Evrópu komi jafnt fram við ólík trúarbrög. Í ritgerðinni er áhersla er lög á mál er varða trúarleg tákn og klæði og er samanburðurinn á milli íslam annarsvegar og kristini hins vegar.
  Í ritgerðinni var í fyrsta lagi farið í gegnum sögulega þróun mannréttindaverndar í heiminum með sérstaka áherslu á trúfrelsi og réttinn til að iðka trú. Í öðru lagi var inntak 9. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um réttinn til trúar-, hugsunar- og samviksufrelsis skilgreint og helstu dómaframkvæmd gerð skil. Í þriðja lagi var í ritgerðinni dómarannsókn þar sem borin var saman dómaframkvæmd í málum er varða íslamska höfuðklútinn annars vegar og kristinn kross hins vegar. Í fjórða og síðasta lagi var einnig gerð grein fyrir málum er varða trúartákn og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið fyrir til samanburðar við framkvæmdina í Evrópu.
  Niðurstaða ritgerðarinnar varpar ljósi á mun í dómaframkvæmd er varðar íslam og íslamska höfuðklúttinn samanborið við kristni og krossinn. Kristni sem er hin hefðbundna trú meirihlutans í Evrópu nýtur töluvert sanngjarnari meðferðar í meðförum dómara Mannréttindadómstóls Evrópu, en íslam sem er trú minnihluta í Evrópu. Litið er á krossinn sem þátt í sameiginlegri sögu og hefð Evrópu og þess að hann geti verið tákn fjölbreytileika og veraldlegra gilda. Þá er krossinn ekki talin hafa trúboðunaráhrif. Hins vegar er litið á höfuðklútinn sem tákn róttækni sem sendi frá sér sterk trúboð. Þá er hann sagður fara gegn veraldlegum gildum og venjum Evrópu. Rökstuðningur Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir þessum mismun í meðferð er afar takmarkaður og má því segja að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki komið jafnt fram við trúarbrögð í þeim málum sem voru skoðuð.

 • Útdráttur er á ensku

  Religious Dresses and Symbols – Are religions treated equally by the European Court of Human Rights?
  The subject of this thesis is freedom of religion and to manifest a religion. In particular, the purpose of the thesis is to answer whether religions are treated equally in the case law of the European Court of Human Rights. In the thesis the emphasis is on cases concerning religious symbols and dresses and on Islam compared to Christianity.
  Firstly, the thesis addresses the historical evolution of human rights and freedom of religion and to manifest religion in particular. Secondly the scope and definition of Article 9 of the European Convention of Human Rights that provides the freedom of thought, conciseness and religion is covered. Thirdly the case law of the European Court of Human Rights on the Islamic headscarf is compared with the case law regarding the Christian crucifix. Finally, there is a short comparative study were the findings of the United States Supreme Court on religious symbols is compared to the findings of the European Court of Human Rights.
  The main conclusion of the thesis is that there is a difference in the treatment and assessment of Islam and Islamic headscarf when compared with Christianity and the crucifix in the cases covered. Christianity the traditional religion of Europe is treated in a fairer way then the minority religion of Islam. The crucifix is seen as a symbol of pluralism and democratic values, free of proselytism. The Islamic headscarf on the other hand is seen as a “powerful symbol” that goes against secularism and the tradition of Europe and that can have proselytising effects. For this difference in treatment there is little justification and it can therefore be stated that the European Court of Human Rights does not treat and assess these religions equally in this context.

Samþykkt: 
 • 19.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_lokaútgáfa.pdf768.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna