is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26645

Titill: 
  • Dómgreind: Hið þögla skynbragð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að skýra frá síðustu skrifum heimspekingsins Hönnuh Arendt (1906-1975) sem hún var enn að vinna að þegar hún lést, en hún náði ekki að ljúka við kaflann um dómgreind í bók sinni Life of the Mind sem var gefin út að henni látinni. Dómgreind hefur gegnt margvíslegu hlutverki í heimspeki, sem dæmi má nefna phronēsis í siðfræði Aristótelesar og dómgreind í tengslum við smekk í fagurfræði Immanuel Kants. Hannah Arendt taldi sig hafa fundið dulda stjórnmálaheimspeki í fagurfræði Kants og byggir kenningu sína um dómgreind á kenningu hans um dómgreind. Munurinn á þessum tveimur kenningum verður útskýrður ásamt því að farið verður yfir hvað Arendt nýtti sér úr hugmyndum Kants.
    Dómgreind í skilningi Arendt virkar líkt og þögult skynbragð sem myndar fyrirhafnarlaust dóma. Kafað er í hvað það er sem skilgreinir góða dómgreind og hvort að góð dómgreind sé meðfædd eða eiginleiki sem er hægt að miðla til annarra. Farið verður í hvert samband dómgreindar er við hugsun og vilja en þetta eru þær þrjár hugargáfur sem Arendt telur vera sjálfráðar. Dómgreind er sjálfráð hugargáfa sem á sér engan líka og gegnir veigamiklu hlutverki í ákvörðunartöku. Arendt sá fyrir sér að allar aðstæður séu myndaðar af leikurum og áhorfendum og eru áhorfendurnir þeir einu sem færir eru um að vera dómarar. Hlutverk ímyndunaraflsins, viðhorf heimsborgarans og sensus communis í kenningu hennar verður útskýrt með hliðsjón af stöðu dómaranna. Farið verður yfir það hvers vegna Arendt taldi góða dómgreind almennings vera ómissandi fyrir heilbrigt samfélag og hvers konar áhrif vöntun á gagnrýnni hugsun og góðri dómgreind getur haft.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Scan.jpeg1.74 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Ásdís Nína Magnúsdóttir.pdf349.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna