is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26646

Titill: 
  • Ava framtíðarinnar: Sæborgin og kynjahlutverk í kvikmyndinni Ex Machina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kvikmyndin Ex Machina (2015) brýtur gegn viðtekinni frásagnarhefð sem felst í því að karlhetjan mun fá dömuna að launum fyrir að hafa bjargað henni úr ánauð, að tálkvendinu sé refsað í lok myndar og að birtingarmynd kvensæborga sé hin undirgefna vera. Þessi frásagnarhefð hefur verið notuð til að byggja upp staðalímyndir af konum sem ýmist englum eða skækjum til að viðhalda ríkjandi kynjakerfi. Þannig hefur ímynd tálkvendisins verið notuð til að viðhalda ótta við kröfuna um jafnrétti kynjanna. Í kvikmyndinni Ex Machina er kvensæborg notuð til að fara meðvitað gegn þessari frásagnarhefð til að koma á framfæri skilaboðum um stöðu kvenna í kynjakerfinu. Þetta brotthvarf frá frásagnarhefðum vekur upp spurningar um mismunandi valdahlutverk tveggja karlpersóna og sýnir hvernig kvenpersónan getur yfirstigið hlutverk sitt sem ástarviðfang. Við greiningu kvikmyndarinnar er stuðst við kenningar Donnu Haraway um hvernig kynleysi sæborga getur hjálpað til að yfirstíga félagsleg höft kúgandi kynjahlutverka.
    Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður litið til þess hvernig ímyndir kvenna hafa verið byggðar upp sem englar eða skækjur til að viðhalda ríkjandi kynjakerfi. Greinilegt er í kvikmyndinni Ex Machina að leikstjórinn hefur sótt í minni tálkvendisins og því verður sérstaklega fjallað um það sem afbrigði skækjunnar og hvernig saga tálkvendisins hefur verið samofin þróun femínisma. Í öðrum hluta ritgerðarinnar verður sæborgin skilgreind sem úrkast í skilningi Juliu Kristevu en jafnframt verður skoðuð sú von sem Donna Haraway gefur til að nýta sæborgir til að endurskilgreina mennskuna. Í þriðja hluta verður kvikmyndin Ex Machina ítarlegar greind út frá niðurstöðum fyrri kafla og sýnt fram á hvernig kynjahlutverk og sæborgin koma saman til að vekja áhorfandann til umhugsunar um hlutverk kynjahlutverka í nútímasamfélagi og hvort hugveran þurfi á kyngervi að halda.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorhildur_D_Sigurjonsdottir_BA_Ritgerd.pdf637.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_um_medferd_lokaverkefna.pdf37.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF