is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26647

Titill: 
  • Liljur og lúpínur vallarins: Athugun á máli og stíl Nýja testamentisins í biblíuútgáfunni 2007, með hliðsjón af biblíuútgáfunni 1981 og eldri útgáfum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er hugað að máli og stíl Nýja testamentisins í biblíuútgáfunni frá 2007. Texti útgáfunnar er samofinn hefð íslensks biblíumáls og tungutaki kristilegra bókmennta sem á rætur á miðöldum, en í honum er líka fitjað upp á merkum nýmælum í orðalagi, byggingu málsgreina og annarri framsetningu í því skyni að auðvelda lesendum skilning. Margt er þýtt að nýju og einnig á þann hátt leitast við að gera textann ljósan og aðgengilegan. Textinn ber þess nokkur merki að fengist er við margt í senn. Í honum rísa meginandstæður hins einfalda, auðskilda, daglega annars vegar og hins vegar þess upphafna, veglega: frjálslegs nútímamáls og hefðgróins tungutaks Biblíunnar. Textanum má lýsa á ólíkan hátt eftir forsendum og hugmyndum þess sem á lítur, eftir því hvernig lesandi kann að meta nýja þýðingu og endurskoðun textans. Kveða má svo að orði að hann sé fjölskrúðugur eða frjálslegur, blæbrigðaríkur eða óreiðukenndur. Í ritgerðinni er reynt að styðja trúverðugum rökum þá tilgátu að texti Nýja testamentisins 2007 sé blendinn eða misleitur umfram það sem ólíkt efni og form einstakra bóka gefur tilefni til, að í textanum ríki spenna sem eykur ekki gildi hans og vart verður séð að þeir sem stóðu að útgáfunni hafi viljað stofna til.
    Í því skyni að afla þekkingar á máli og stíl Nýja testamentisins 2007, leita raka og svara við tilgátunni, er reynt að draga upp trausta heildarmynd af búningi textans. Það er gert með því að gaumgæfa einstök málleg einkenni útgáfunnar, á sjöunda tug atriða sem þykja til þess fallin að bregða ljósi á mál og stíl textans og komast að trúverðugri niðurstöðu sem óhætt er að draga ályktanir af. Til frekari glöggvunar er textinn lesinn saman við Nýja testamentið í biblíuútgáfunni 1981 og einnig að nokkru kynningarútgáfu frá árinu 2005. Til hægðarauka við að bregða ljósi á textann og leita skilnings á samhengi atriðanna er þeim skipað í þrjá flokka: einfaldleika og skýrleika, einkenni daglegs máls og loks varðveislu og veglegt mál. Hjálpargagn við athugunina er dæmasafn sem fylgir ritgerðinni og er unnið er upp úr íslenskum biblíuútgáfum. Safnið samsvarar að miklu leyti atriðunum sem fengist er við í ritgerðinni.
    Þegar atriðin sem fengist er við hafa verið lögð saman og metin, og fáeinna skýringa leitað á ásýnd hans, er niðurstaðan sú að textinn sé talsvert sundurleitur. Af niðurstöðunni eru dregnar þrjár ályktanir: Hin fyrsta er sú að æskilegt væri að endurskoða útgáfuna vandlega, önnur að farsælt væri að efna til tveggja útgáfna, fræðilegrar útgáfu og annarrar á daglegu máli, og sú þriðja að mikill akkur væri í því að allar útgáfur Nýja testamentisins yrðu gerðar aðgengilegar með viðmótsþýðu sniði á veraldarvefnum.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Liljur og lúpínur, 16. janúar 2017.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.doc33.5 kBLokaðurYfirlýsingMicrosoft Word