Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26653
Ritgerðin fjallar um Þórberg Þórðarson, rithöfund og leit hans að Guði. Þórbergur er talinn einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Fyrsta bók hans Bréf til Láru sem kom út árið 1924 þótti róttæk og olli þó nokkrum deilum. Þórbergur var um margt mjög sérstakur persónuleiki. Hann var leitandi sál alla tíð. Í ritgerðinni verður leitast við að varpa ljósi á guðshugmyndir Þórbergs og leit hans að Guði. Í fyrsta kaflanum er fjallað um mótun guðsmyndarinnar og hvernig fræðimenn telja að guðsmyndin mótist í frumbernsku. Kafli tvö er um trúaruppeldi Þórbergs, en hann var alinn upp af trúföstum foreldrum við margar trúarhefðir. Í köflum þrjú og fjögur er meðal annars reifaðar hugmyndir Þórbergs um jafnaðarstefnuna, sósíalismann og guðspekina. Þá er í síðasta kaflanum fjallað um samskipti Þórbergs og Lillu Heggu eins og þau koma fyrir í bókinni "Sálmurinn um blómið". Með samskiptum sínum við Lillu Heggu nálgast hann barnið í sjálfum sér og um leið Guð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sólrún Anna Ólafsdóttir.pdf | 595.34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 51.23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |