is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26654

Titill: 
  • Fleirtölumyndun tvítyngdra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Hún fjallar um fleirtölumyndun tvítyngdra barna þar sem gerður er greinarmunur á því þegar börn læra tvö mál samtímis og þegar þau læra annað mál á eftir móðurmálinu. Tvítyngi hefur verið flokkað á mismunandi hátt en algengt er að flokka það eftir því hvenær máltaka hófst. Þá er annars vegar talað um samhliða máltöku þar sem barn elst upp við máláreiti tveggja tungumála frá fæðingu og hins vegar máltöku viðbótarmáls þegar barn lærir annað mál þegar það hefur öðlast að minnsta kosti grunnþekkingu í móðurmáli sínu. Það sem helst skilur þessa tvo flokka að er aldur barna.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er afar mikilvægt þar sem innflytjendum fjölgar ört í samfélagi okkar og aðstæður þeirra geta verið eins mismunandi og þeir eru margir. Því fannst höfundi mikilvægt að skoða muninn á þessum tveimur gerðum tvítyngis til að sýna fram á að ekki eru allir tvítyngdir einstaklingar með sama bakgrunn. Til þess að komast nær viðfangsefninu var gerð stutt könnun á fleirtölumyndun tveggja tvítyngdra barna. Ákveðið var að kanna fleirtölumyndun tvítyngdra barna af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að tiltölulega auðvelt er að kanna þennan þátt í málfræði barna. Til að kanna fleirtölumyndun var sýnd mynd af t.d. einum hundi og svo mynd af tveimur hundum og barnið var spurt hvað það sjái á myndunum. Beita þarf flóknari aðferðum sem taka lengri tíma til að kanna ýmis önnur svið tungumálsins. Hin ástæðan fyrir því að fleirtölumyndun barna var skoðuð er sú að hægt er að nota rannsókn sem Indriði Gíslason (1986) og félagar gerðu á íslenskum börnum til samanburðar. Tvær stúlkur á síðasta ári í leikskóla tóku þátt í könnuninni. Önnur hefur alist upp við samhliða máltöku en hin við máltöku viðbótarmáls. Mikill munur var á hæfni stúlknanna til að mynda fleirtölu og líklegt er að það megi að einhverju leyti rekja til mismunandi gerða tvítyngis. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar með fyrirvara um gildi hennar þar sem þátttakendur eru aðeins tveir. Báðar stúlkurnar gera mikið af því að endurtaka eintölumynd orða óbreytta ef þær hafa ekki fleirtölumynd fyrir orðið. Önnur stúlkan á það til að bæta við –ar ending þar sem endingin á ekki við. Stúlkurnar áttu einnig báðar erfitt með að mynda fleirtölu af bullorðum.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjördís919.65 kBLokaðurYfirlýsing
BA-ritgerð HjördísH.pdf582.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna