is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26659

Titill: 
  • Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hvort og þá hvenær þvingun og valdbeiting er réttlætanleg á heimilum fatlaðs fólks sem nýtir sér búsetuúrræði hins opinbera. Í því sambandi verða lög sem því tengjast rædd svo og samningur um réttinda fatlaðra frá Sameinuðu þjóðunum sem Ísland varð fullgildur meðlimur að síðastliðið haust. Tilbúin dæmi þar sem þvingunum er beitt eru sett fram og þau rædd með hliðsjón af kenningum þeirra Joels Feinberg og Vilhjálms Árnasonar um frelsi, forræðishyggju og nauðung. Þær hjálpa til við að greina hvenær þvingun er réttlætanleg og hvernig þær aðgerðir eru útfærðar með sem mestri virðingu gagnvart þeim sem beitt eru nauðung. Gerður er greinarmunur á félagslegum skilningi á fötlun og læknisfræðilegum og í því sambandi rædd kenning femínista um tengslabundið sjálfræði. Þá er til umfjöllunar kenning P.D. Olsen um tengsla-nálgun í starfi með fötluðum og hvernig sú nálgun getur breytt viðhorfum og dregið úr nauðung. Þar er lýst hvernig starfsfólk á heimilum fatlaðra getur beitt áhrifum sínum í samböndum við þá sem þeir vinna með í stað hlutlægra reglna og réttlætinga á valdbeitingu.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Friðrik Atlason-ritgerð.pdf420.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing FA.pdf56.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF