is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26664

Titill: 
  • Peningana eða lífið? Marx um firringu mannsins og Schiller um frelsið í fegurðinni.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á grundvelli hugmynda sinna um manninn og einkenni hans á öllum tímum rannsakaði Karl Marx sögulega framvindu hans og greindi hvernig efnahagslegar kringumstæður breyta ástandi mannsins á hverjum tíma. Með því að gaumgæfa hvernig mennirnir framleiða á hverjum tíma og tengsl þeirra við vinnu sína, afurðir hennar, sjálfan sig og samferðamenn kom Marx auga á mótsagnir í manninum. Vinna hans, sem Marx áleit vera skapandi lífsvirkni, eða lífið sjálft, var orðin að atvinnu – söluvöru – sem er ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að uppfylla aðrar þarfir, til að afla peninga sem æðsta gildis því þeir eru ígildi alls sem hugurinn girnist. Lífið sjálft verður aðeins tæki sem hefur atvinnuna að markmiði svo við missum tengsl við lífsvirkni okkar, okkur sjálf. Afleiðingar þess að peningar verða æðsta gildið eru mótsagnir sem tvístra manninum, firra hann.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru hugmyndir Karl Marx um manninn, firringu hans og ýmsar birtingarmyndir hennar til skoðunar ásamt hugmyndum Marx um frelsun mannsins. Í síðari hlutanum er leitað nýrra gilda sem verið geta manninum leiðarljós, frelsað hann undan firringu sinni og gert hann heildrænan að nýju. Í því sjónarmiði verður horft til listarinnar. Að gera alla menn að listamönnum, sköpurum hversdagslegs lífs síns, var markmið hugmynda Friedrichs Schillers um fagurfræðilegt uppeldi mannsins. Schiller vildi efla tilfinningaþroska mannsins til jafnvægis við skynsemina taldi frjálsa sýnd leiksins til þess fallna. Þar er maðurinn í fagurfræðilegu ástandi og hefur sig yfir mótsagnir firringarinnar í fullkomnu jafnvægi skynhæfni og tilfinninga, verður heill að nýju og frjáls til athafna sem eru sér tæki og markmið í senn.
    Í lokakafla er leitast við að setja hugmyndir Marx og Schillers í samhengi við ástand mannsins í samtímanum sem einkennist af upphafningu á neysludrifnum lífsháttum. Að endingu er því velt upp að lykillinn að hugmyndum þeirra sé að finna í tímanum og að firring og fegurð leiði af mismunandi sjónarhornum á hann.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sniðmát fyrir kápu BK.pdf161.37 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
yfirlysing_BK.pdf103.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF