is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26665

Titill: 
  • „Þú gerir þér grein fyrir því að þú ert með ónýta kennitölu“ Reynsla kvenna, 50 ára og eldri, af atvinnuleysi og atvinnuleit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í upplifun og reynslu kvenna, 50 ára og eldri, af atvinnuleysi og atvinnuleit. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð og opin viðtöl tekin við sex konur á aldrinum 54 til 66 ára, þrjár eru enn án atvinnu. Flestar höfðu lokið grunnskóla- eða framhaldsskólanámi og ein hafði lokið háskólaprófi. Fórnfýsi og fjölskylduábyrgð höfðu haft áhrif á námsferil og störf kvennanna. Í ljós kom að viðmælendur upplifðu mismunandi tilfinningar á atvinnuleysistímabilinu, en flestar höfðu fjárhagsáhyggjur og upplifðu félagslegan missi og tengdist það einkum lengd atvinnuleysis, hjúskaparstöðu og félagslegum hlutverkum þeirra. Viðmælendur álitu auknar menntunar- og færnikröfur atvinnurekenda gera þeim erfitt um vik að uppfylla kröfur vinnumarkaðarins. Þær nefndu endurtekna höfnun við starfsumsóknum, aldursfordóma og hversu lítils metin starfsreynsla þeirra reyndist í atvinnuleitinni. Athygli vakti að atvinnuleitin skilaði mestum árangri þegar um gott tengslanet var að ræða, samfara litlum kröfum í sérhæfð störf. Viðmælendurnir telja að bæta þurfi vinnumarkaðsúrræði og styrkja tengsl þeirra við atvinnumarkaðinn. Jafnframt sé viðhorfsbreyting nauðsynleg meðal atvinnurekenda til að styrkja stöðu miðaldra og eldri kvenna í atvinnuleit. Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist stjórnvöldum í stefnumótun náms- og starfsráðgjafar sem og náms- og starfsráðgjöfum til stuðnings við miðaldra og eldri atvinnuleitendur.
    The aim of this research was to gain insight into the experiences of women, aged 50 years and older within the unemployment and job seeking market. The qualitative research method was used in this study and in-depth interviews were conducted with six women, 54 to 66 years old. Three of them are still unemployed. Most of the participants had finished primary or secondary education and one had finished her university degree. Sacrifice and family responsibilities had influenced their educational status and occupational careers. The participants experienced different emotions during their unemployment period but most of them had financial worries and experienced social loss, and it was mainly connected to the length of unemployment, relationship status and their social roles. The participants considered that increased educational and working skills requirement made it more difficult for them to comply to the labour market requirements. They mentioned recurrent rejection of job applications, age prejudice and how poorly their job experience was valued in employment search. The best results in employment search were when a good network was involved along with low requirements to get specialized jobs. The interviewees believe it is important to improve labour market resources and strengthen their connection with the labour market. Furthermore it is necessary that employers change theirs attitude to reinforce middle-aged and older women’s position in theirs employment search. Practical value of the study involves that it can be used in governmental strategic planning concerning career and guidance counsellor, as well as for career and guidance counsellors to be able to support middle-aged and older jobseekers.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing .pdf117.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð%20Pdf%20Anna%20Monika.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna