is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26667

Titill: 
  • Aristóteles „addað“. Hvernig fer Facebook saman við hugmyndir Aristóteles um vináttuna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrri hluti ritgerðar þessarar fjallar um hugmyndir Aristóteles um vináttuna með áherslu á þrískiptingu hans á vináttugerðum. Í seinni hluta er leitast við að setja vináttu á samfélagsmiðlinum Facebook í samhengi við hugmyndir hans og svara leitað við því hvort Facebook styrki vináttu með einhverjum hætti.
    Uppbygging ritgerðarinnar er sú að í fyrstu eru hugmyndir Aristóteles um vináttu kynntar. Þar á eftir tekur við umfjöllun um vináttugerðir og þrískiptingu þeirra, sem byggja á því sem er „ástúðar vert“. Í kjölfar þess er fjallað um þýðingu fjölskyldunnar í sambandi við vináttu auk þátta á borð við fjölda vina og vináttu í meðbyr og mótbyr. Líkt og í öðrum samböndum manna eru brigsl og deilur hluti vináttu auk þess sem vinslit kunna að verða og er ljósi varpað á áhrif þessara þátta. Loks er sjónum beint að því hvaða þættir það eru sem drífa vináttusambönd. Í síðari hluta ritgerðarinnar er uppbyggingin með þeim hætti að í fyrstu er almennt rýnt í vináttu í samhengi við Facebook og áhrif samfélagsmiðla. Að því loknu færist athyglin að því hvernig hinar þrískiptu vináttugerðir fara saman við Facebook. Einnig er því velt upp hvort Facebook sé með einhverjum hætti stöðutákn vináttu. Í lok ritgerðar er farið yfir hvort Facebook sé tæki sem styrki vináttugerðir. Niðurstaða er svo dregin af þeim hugleiðingum og leitast við að svara því hvort Facebook styðji við vináttuna í þeim skilningi sem Aristóteles leggur á hugtakið.

Samþykkt: 
  • 20.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð- Helgi Júlíus Sævarsson.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing lokaverkfni.pdf597.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF