Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26673
Markmið ritgerðarinnar er að leiða í ljós hver séu réttindi og skyldur aðila er gera með sér samning um viðskiptavakt og hvert efni slíkra samninga er. Verður einblínt á þá samninga er ná til hlutabréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.
Samningar sem þessir hafa þann tilgang að auka virkni viðskipta og þannig greiða fyrir að markaðsverð skapist á viðkomandi fjármálagerningum. Hafi viðskiptavakt verið komið á fót er það viðskiptavakans að leggja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi skipulegs verðbréfamarkaðar, þar sem hann lýsir sig reiðubúinn að eiga í viðskiptum með viðkomandi fjármálagerninga upp að tilgreindri fjárhæð, dag hvern. Með viðskiptavaktinni er þannig veitt ákveðin trygging fyrir því að hægt sé að kaupa og selja tiltekna lágmarksfjárhæð hlutabréfa innan dagsins. Geta hluthafar og aðrir fjárfestar því verið vissir um að ávallt sé til staðar kaupandi á bréfum þeirra, hafi þeir hug af að selja. Af þessu leiðir að verðáhætta verður minni sem gerir það að verkum að eftirspurn eftir hlutabréfunum kann að aukast og laða að nýja fjárfesta.
Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ákvæði laga er snýr að viðskiptavakt er skýrt að því er varðar skyldu til að gera formlegan samning um viðskiptavakt sem og skyldu til þess að tilkynna slíka samninga opinberlega.
The purpose of this thesis is to reveal which are the rights and obligations of the relevant parties to an agreement regarding market making, as well as the content of such agreements. The subject of this thesis will focus on agreements regarding shares admitted to trading on the regulated market.
The intent of such agreements is to increase trade activity and thus create liquidity in the security in question. In market making schemes, the market maker is obligated to put forth an offer, either to sell or buy certain shares, on the regulated market, in which the market maker declares himself prepared to do business with the shares in question up to a specified amount each day. The agreement thus provides for a certain guarantee with regard to the possibility to purchase and sell a certain minimum amount of shares within the day. Furthermore, this allows shareholders and other investors to be sure that there is always a buyer for their shares, when and if they want to sell. Consequently, the price risk will be reduced, thus increasing the demand for shares and attracting new investors.
The main conclusion of this thesis is that the provisions of the relevant legal Act regarding market making agreements is distinct as regards the obligation to enter into a formal market making agreement, as well as the obligation to make such agreements known to the public.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EO, ML ritgerð 2016.pdf | 1,61 MB | Lokaður til...31.12.2030 | Heildartexti |