Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26678
Markmið þessa lokaverkefnis var að kanna möguleika á að nýta borholur sem boraðar voru við jarðhitaleit í Breiðdal í kringum bæinn Tungufell sem varmaskipta. Þar er rekin seiðaeldisstöð fyrir laxa sem sleppt er í Breiðdalsá.
Á svæðinu er nú þegar ein hola nýtt sem varma- skiptir með lokuðu hringrásarkerfi, þar sem vökvi er hitaður upp í borholunni og svo leiddur í gegnum varmadælu. Það kerfi hefur ekki náð að anna nauðsynlegri eftirspurn af 12°C heitu vatni sem talið er þurfa inn á eldiskerin.
Gerð voru reiknilíkön í forritinu Matlab fyrir núverandi kerfi til greiningar en einnig fyrir opið kerfi með vatnshringrás til samanburðar. Niðurstöður þeirra útreikninga leiddu svo í ljós að þrátt fyrir að allar þær þrjár borholur sem teknar voru fyrir væru samnýttar að þá var mjög hæpið að það næðist að afla nauðsynlegu flæði af 12°C heitu vatni fyrir seiðaeldisstöðina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni.pdf | 1.91 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |