is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26678

Titill: 
  • Nýtingarmöguleikar á borholum sem varmaskiptar fyrir seiðaeldisstöðina Tungufell
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis var að kanna möguleika á að nýta borholur sem boraðar voru við jarðhitaleit í Breiðdal í kringum bæinn Tungufell sem varmaskipta. Þar er rekin seiðaeldisstöð fyrir laxa sem sleppt er í Breiðdalsá.
    Á svæðinu er nú þegar ein hola nýtt sem varma- skiptir með lokuðu hringrásarkerfi, þar sem vökvi er hitaður upp í borholunni og svo leiddur í gegnum varmadælu. Það kerfi hefur ekki náð að anna nauðsynlegri eftirspurn af 12°C heitu vatni sem talið er þurfa inn á eldiskerin.
    Gerð voru reiknilíkön í forritinu Matlab fyrir núverandi kerfi til greiningar en einnig fyrir opið kerfi með vatnshringrás til samanburðar. Niðurstöður þeirra útreikninga leiddu svo í ljós að þrátt fyrir að allar þær þrjár borholur sem teknar voru fyrir væru samnýttar að þá var mjög hæpið að það næðist að afla nauðsynlegu flæði af 12°C heitu vatni fyrir seiðaeldisstöðina.

Samþykkt: 
  • 23.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna