is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26686

Titill: 
 • Lifandi sögur : þjóðsögur og leiklist í íslenskukennslu grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa lokaverkefnis er að skoða hvers vegna þjóðsögur, ævintýri og kennsluaðferðir leiklistar eiga vel saman í íslenskukennslu yngsta stigs grunnskóla. Ég útbjó þrjú kennsluverkefni og kennsluvef sem heitir Lifandi sögur. Kennsluverkefnin eru hugsuð til að vinna með þjóðsögur og ævintýri í íslenskukennslu yngsta stigs grunnskóla. Mér fannst vanta heildstæð verkefni með kennsluaðferðum leiklistar sem hægt væri að nota þegar unnið er með þjóðsögur og ævintýri í íslenskukennslu og því urðu Lifandi sögur til. Svo að nýjar kennsluaðferðir nái fótfestu þurfa kennarar að geta kynnt sér vel innihald þeirra og framkvæmd. Kennsluverkefnin Lifandi sögur eru einföld og með góðum útskýringum á markmiðum verkefnanna, þeim kennsluaðferðum leiklistar sem notaðar eru auk tenginga við hæfniviðmið Aðalnámskrár í íslensku við lok 4. bekkjar. Kennsluferlin eru hugsuð þannig að almennur grunnskólakennari geti nýtt þau strax í kennslu, ekki er nauðsynlegt að búa að leiklistarreynslu.
  Þetta lokaverkefni inniheldur, ásamt námsefninu og kennsluvefnum, fræðilega greinargerð sem skiptist í 6 meginkafla. Umfjöllunarefni kaflanna er íslenskukennsla, þjóðsögur og ævintýri, helstu áhrifavaldar í leiklist í kennslu, hugmyndir þeirra og kenningar, íslenskar rannsóknir um þróun, stöðu og kennsluaðferðir leiklistar, hvað felst í að læra í gegnum leiklist, hvernig tengjast þjóðsögur og leiklist og námsefnið Lifandi sögur.
  Leitast er við að svara spurningunum hvers vegna kennsluaðferðir leiklistar, íslenskukennsla, þjóðsögur og ævintýri eiga vel saman og hvernig best sé að nota kennsluaðferðir leiklistar þegar unnið er með þjóðsögur og ævintýri á yngsta stigi grunnskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this thesis is to show why teaching drama and teaching about Icelandic tales are effective. The author created three comprehensive educational projects that use drama teaching when teaching about Icelandic tales in the first four primary school years.
  If new teaching methods are to become common to teachers they have to be able to study the content and application of those methods. In the projects available on the website there are detailed instructions and information about how to apply those methods.
  This thesis offers furthermore an explanation of why Icelandic tales and using the teaching methods of drama go well together. It also contains an introduction to some of what has been written and studied about the subject and an introduction of some of the pioneers associated with drama in teaching and their theories.

Tengd vefslóð: 
 • http://lifandisogur.wixsite.com/lifandisogur
Samþykkt: 
 • 23.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lifandi sögur - lokaverkefni.pdf855.46 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
linda_Agnars_yfirlýsing.pdf28.47 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna