is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26698

Titill: 
  • Markaðsáætlun Nordic Green Travel ehf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar þeirrar umhverfisvakningar sem orðið hefur undanfarin ár hefur umræðan um
    sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar aukist mikið. Ferðamenn hafa í kjölfarið sett auknar
    kröfur á að ferðaþjónustufyrirtæki sýni ábyrgari starfshætti gagnvart umhverfi og samfélagi.
    Í þessu verkefni var framkvæmd markaðsgreining fyrir fyrirtækið Nordic Green Travel ehf.
    (NGT), ferðaskrifstofu sem hefur sjálfbærni innan starfsemi sinnar að leiðarljósi og hyggur
    á innkomu á íslenskan ferðaþjónustumarkað. Leitast var við að kanna hvernig og með hvaða
    hætti ferðaskrifstofan NGT getur nýtt sjálfbæra starfshætti sér til aðgreiningar á íslenskum
    ferðaþjónustumarkaði. Markaðsgreiningin var þríþætt, í fyrsta lagi var ytra-umhverfi
    markaðsins greint með PESTEL greiningu, í öðru lagi var viðskiptaumhverfi greint með
    TASK greiningu og í þriðja lagi var framkvæmd markaðskönnun þar sem spurningalisti var
    lagður fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Niðurstöður leiddu m.a. í ljós að þeir
    samkeppnisaðilar sem greindir voru leggja ekki mikla áherslu á umhverfisvernd og
    samfélagsábyrgð. Líklegt er að áframhaldandi vöxtur verði á ferðaþjónustumarkaðnum á
    Íslandi en þrátt fyrir styrkingu íslensku krónunnar er búist við hagvexti á helstu
    markaðssvæðum. Markaðskönnun sýndi fram á að meirihluti erlendra ferðamanna sögðust
    vera líklegir til að velja umhverfis- og samfélagsvæna kosti fram yfir aðra. Það í bland við
    aukna umhverfisvitund almennings ýtir undir fýsileika sjálfbærrar ferðaþjónustu og því
    teljum við að pláss sé á íslenskum ferðaþjónustumarkaði fyrir ferðaskrifstofu sem aðgreinir
    sig með þeim hætti.

Samþykkt: 
  • 24.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsgreining-Nordic-Green-Travel_BS-verkefni_Daði-Már-og-Grétar-Ingi _loka(1).pdf1.36 MBLokaður til...31.07.2035HeildartextiPDF
Undirskrift.pdf403.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF