is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26700

Titill: 
  • „Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður.”
  • Um kennslu, uppeldi og hlutskipti barna í þremur ritum Gamla testamentisins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um hlutskipti barna í Gamla testamentinu. Stuðst er við þrjú veigamikil rit þess, þ.e. 5. Mósebók, Jesajaritið og Orðskviðina. Fjallað er um uppeldi og kennslu barna á þeim tímum ásamt því hvernig Guð birtist okkur sem tilfinningalegur leiðbeinandi. 5. Mósebók er helsta heimildin um kennslu barna. Í Jesajaritinu kemur vel fram hvernig barist er fyrir þeim sem minna mega sín, t.d. munaðarleysingjum. Þar er líka að finna fallegt myndmál um hið nána samband móður og barns. Í Orðskviðunum kemur m.a. fram hvernig aga er beitt í uppeldi, af ást en ekki illsku. Ritgerðin sýnir þannig margbreytilegar myndir sem birtast okkur af börnunum og hlutskipti þeirra í Gamla testamentinu. Í lok er greint frá því hvernig umfjöllun hinna fornu rita Gamla testamentisins, frá því u.þ.b. 500 árum f.o.t., kemur um margt heim og saman við uppvöxt barna okkar nú á dögum með hjálp bókarinnar Árin sem enginn man eftir Sæunni Kjartansdóttur.

Samþykkt: 
  • 24.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ .pdf332.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf91.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF