Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26702
Þessi ritgerð fjallar um dreifikerfi fyrir jarðbora sem notaðir eru til að bora vinnsluholur við Hellisheiðarvirkjun.
Skoðað er; fræðin á bak við jarðstrengi, lagning jarðstrengja, dreifikerfi, tíðnibreytar og álag í flutningskerfunum.
Safnað er upplýsingum frá framleiðendum jarðstrengja hvað varðar sverleika og gerð af streng og er uppsetning valin út frá áður-nefndum upplýsingum.
Útreikningar eru gerðir út frá spennu, straumi, viðnámi, spennufalli, raunafli, launafli og fasviki á kerfinu. Samanburður er gerður á milli útreikninga og hermunar á kerfinu sem er framkvæmt með hermunarforritinu Power World.
Að lokum eru niðurstöður skoðaðar miðað við umhverfisvænar aðstæður m.t.t. umhverfis og loftslags.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rafmagnsteaknifraedi-BSc_Gunnar-Runarsson_2016.pdf | 3.14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing-Skemman_GunnarRunarsson_2016.pdf | 14.74 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |