is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26705

Titill: 
 • Rætur Yggdrasils: Fornnorrænar heims- og himinsmyndir í Grímnismálum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um Grímnismál. Við fyrstu sýn verður þegar ljóst að þetta eddukvæði fæst við alheimsfræðilegt efni. Þótt lítill vafi leiki á þessu getur nútímamönnum reynzt nokkrum efasemdum undirorpið að skilja hvað fornmönnum hafi verið hjartfólgið er þeir lögðu fyrir sig ævafornar spurningar er varða þetta efni.
  Þessi athugun hefir sterklega mótað ritgerðina vegna þess að viðhorf höfundarins er það að fátt annað en samanburðaraðferðin getur lagt traustan grundvöll fyrir rannsóknir á heimsmynd Grímnismála.
  Rannsókn á heimsfræði margra menningarheima hefir leitt í ljós að þótt náttúruumhverfi og samskipti við aðrar þjóðir móti tíðum þjóðarmenningu, eru sumar spurningar sem menn leggja fyrir sig um himinn, jörð og tilvist mannverunnar keimlíkar. Þegar hliðstæður í heimsfræði margra þjóða eru ígrundaðar, er unnt að rannsaka Grímnismál með því að hafa að leiðarljósi þann fróðleik er samanburðaraðferðin hefir upp á að bjóða.
  Reynt hefir verið á þessum nótum að leggja grunn að því að skilja uppbyggingu himinsins í Grímnismálum, fleiri eddukvæðum og Snorra Eddu. Leiðin sem hefir verið farin í þessum rannsóknum hefir stundum verið vandkvæðum bundin. Snemma í upphafi var höfundinum ljóst að mikillar þverfræðilegrar kunnáttu þarfnaðist til að halda áfram á þeirri braut er
  samanburðaraðferðin lagði upp með. Vægi himinsins í heimsmynd margra menningarhópa víða um heiminn gerði það skýrt að nauðsynlegt var að beita stjörnufræði og flétta hana saman við goðafræði, málfræði og textafræði í því skyni að nálgast hugarheim fornmanna.
  Annað atriði í heimsfræði bæði til forna og í nútíma er að hugmyndir um alheiminn og framvindu hans samtvinnast gjarnan hugrenningum um stöðu mannverunnar andspænis náttúrunni og umhverfinu sem heldur utan um heimhaga mannkynsins. Slík samtvinning leggur fram mikla áskorun fyrir nútímarannsakendur og krefst þess að þeir gefi einnig heimspekilegri hlið málsins gaum.
  Þetta hefir verið gert í lokakafla þessarar ritgerðar þar sem hefir verið leitazt við að varpa ljósi á skilningi kvæðisins á samfléttuðum hlutskiptum mannsins og alheimsins.
  Lykilorð: Grímnismál, heimsfræði, himinninn og mannveran.

Samþykkt: 
 • 24.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerðAntonio.pdf5.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
201701240324.pdf340.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF