is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26720

Titill: 
 • Tæknistaðlar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar eru tæknistaðlar Evrópska bankaeftirlitsstofnunarinnar. Samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 ber Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni að leggja fram drög að tæknilegum framkvæmda- og eftirlitsstöðlum þegar kveðið er á um slíkt í lagagerðum Evrópusambandsins. Tæknistaðlarnir geta verið tvenns konar, þ.e., tæknilegir eftirlitsstaðlar, settir á grundvelli 290. gr. Sáttmálans um framkvæmd Evrópusambandsins, eða tæknilegir framkvæmdastaðlar, settir á grundvelli 291. gr. sama sáttmála.
  Efnahagskreppan 2008 afhjúpaði bresti á innri markaði Evrópusambandsins er varðaði samræmda beitingu á Evrópurétti á sviði banka- og fjármálaréttarþjónustu. Evrópusambandið brást við vandanum með því endurskipuleggja bæði regluverk og stofnanauppbyggingu fjármálaeftirlitskerfisins. Tæknistaðlar Evrópska bankaeftirlitsins mynda eitt tannhjól í endurnýjuðu gangverki evrópsks fjármálaeftirlitskerfis. Markmið ritgerðarinnar er að varpa á ljósi á tæknistaðla Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar sem settir eru með heimild í CRD IV regluverkinu. Greint verður frá stjórnskipulegum álitaefnum er varða tæknistaðlana, rannsakað verður hvernig smíði þeirra er háttað og innleiðing fer fram í Evrópurétt. Þá verður lagður dómur á hvernig þeir hafa reynst. Jafnframt verður innleiðingu tæknistaðla í íslenskan rétt gerð skil.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru eftirfarandi. Í fyrsta lagi að á meðan hlutverk undirstofnana Evrópusambandsins hefur ekki verið betur skilgreint í stofnsáttmálum eða afleiddri löggjöf Evrópusambandsins þá hefur það fallið í skaut Evrópudómstólsins að afmarka verkefni og valdsvið undirstofnana. Samkvæmt dómi Evrópudómstólsins í máli C-270/12 er heimilt að fela evrópsku eftirlitsstofnununum viss verkefni á grundvelli öryggis fjármálakerfisins og þeirrar sérfræðiþekkingar sem býr í eftirlitsstofnununum. Í öðru lagi hafa tæknistaðlarnir gefið góða raun hingað til. Skýrsla frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ummæla forstjóra Evrópska bankaeftirlitsins eru samhljóða um mikilvægi þeirra. Helstu hefur verið gagnrýnt að ferlið við að þróa staðlana taki of langan tíma. Í þriðja lagi nær „stjórnarskrárvandinn“ ekki til innleiðingar á tæknistöðlum. Þannig mun innleiðing á þeim í íslenskan rétt fara fram líkt og hefðbundnar gerðir eru innleiddar í gegnum EES-samninginn.

 • Útdráttur er á ensku

  The subjects of this thesis are the technical standards of the European Banking Authority. According to Regulation (EU) No. 575/2013 the European Banking Authority may develop a draft for regulatory and implementing technical standards. The technical standards can take the form of regulatory technical standard, by means of delegated acts pursuant to article 290 of the TFEU, or implementing technical standards by means of implementing acts pursuant to article 291 of the TFEU.
  The Financial crisis of 2008 revealed certain shortcomings in the regard of cohesiveness of consistent set of rules throughout Europe in banking and financial services. The European Union responded by reconstructing both the rulemaking and the organizational structure of the financial system. The technical standards of the European Banking Authority are one of the new measures. The aim of the thesis is to shed light on these technical standards with a special focus on the standards supplementing the CRD IV package.
  The main conclusion is the following: Firstly, that while the role of the European agencies has not been addressed in the treaties it has been through the ruling of the Court of the European Union to delimit the scope of the powers of the European Agencies. Secondly, there is a general satisfaction with the activity of the standards. The criticism has mostly been due to how long the process is. Thirdly, the implementation of the technical standards into Icelandic law does not have any effect on the Icelandic Constitution. The technical standards will be implemented into Icelandic law the same way that most EU law is through the EEA-agreement.

Samþykkt: 
 • 25.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final.Gunnar.pdf630.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna