is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26727

Titill: 
 • Verðmat á Valitor hf. og Borgun hf.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er verðmat íslensku greiðslukortafyrirtækjanna Valitor og Borgunar á grundvelli ársreikninga frá 2009 til og með 2015. Fjallað verður um helstu aðferðir sem notaðar eru við verðmat á fjármálafyrirtækjum - og aðrar verðmatsaðferðir til samanburðar. Þær aðferðir eru afvaxtað sjóðstreymislíkan (e. discount cashflow model) og helstu afbrigði innan þess, frjálssjóðstreymi til fyrirtækis (e. free cash flow to firm) og frjálst sjóðstreymi til eigin fjár (e. free cashflow to equity). Því næst er fjallað um afvaxtað arðgreiðslu líkan (e. Dividend discount model) og Gordon líkanið (e. gordon growth model). Að endingu í umfjöllun um verðmatsaðferðir eru kennitölurnar skoðaðar: V/H kennitalan (e. price to earnings), V/I kennitalan (e. price to book) og V/S kennitalan (e. price to sale).
  Helstu breytur sem hafa áhrif á verðmat verða dregnar fram auk þess sem atvinnugreinin verður skoðuð út frá tæknilegu hliðinni sem og markaðurinn hér heima og erlendis.
  Það er mat höfunda að samkvæmt skilgreiningu Damodaran (2012a) þá falla Valitor og Borgun ekki undir þá hefðbundnu skilgreiningu að vera fjármálafyrirtæki. Var ákveðið að verðmeta fyrirtækin með frjálsu sjóðsteymi til fyrirtækis og kennitölunum V/I, V/H og V/S.
  Helstu niðurstöður verðmatsins er að þrátt fyrir mat höfunda á skilgreining Damodaran (2012a) nái ekki yfir greiðslukortafyrirtæki reyndist erfitt að skilgreina endurfestingarútgjöld og veltufjárbindingu fyrirtækjanna og því var það krefjandi að nota frjálst sjóðstreymi til fyrirtækis til að verðmeta Valitor og Borgun. Þegar meðaltal var reiknað fyrir þessar fjórar verðmatsaðferðir var virði Valitor 32.1 milljarðar króna og virði Borgunar 32.6 milljarðar króna.

Samþykkt: 
 • 26.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verdmat_Valitor_og_ Borgun.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna