is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Business Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26728

Titill: 
 • Siðferði endurskoðenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hvort siðareglur Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) hafi áhrif á störf endurskoðenda, ásamt því að skoða hvort viðeigandi sé að endurskoðendur fái gjafir eða önnur hlunnindi frá viðskiptavini. Hvort almenningur sé nægilega vel upplýstur um störf og skyldur endurskoðenda og hvort óhæði endurskoðenda á Íslandi sé alltaf gætt. Þessi viðfangsefni voru skoðuð annars vegar frá sjónarhorni endurskoðenda og hins vegar frá sjónarhorni almennings.
  Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru tveir spurningalistar samdir og settir upp. Í lokin var svo gerður samanburður á svörum þessara tveggja hópa. Þátttakendur voru alls 243 einstaklingar, en þar af var 141 einstaklingur endurskoðandi og 102 einstaklingar almenningur.
  Í fræðilega hlutanum verður meðal annars fjallað um hlutverk og ábyrgð endurskoðenda, siðferði, siðareglur og óhæði endurskoðenda.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að siðareglur FLE hafa jákvæð áhrif á störf endurskoðenda. Ekki þykir viðeigandi að endurskoðandi þiggi veglegar gjafir eða önnur hlunnindi frá viðskiptavini en þó var meirihluti þátttakenda sem taldi viðeigandi að þiggja smávægilega gjöf eða önnur hlunnindi. Niðurstöður sýndu einnig að meirihluti þátttakenda telur að endurskoðendur geti verið algjörlega óháðir í starfi sínu á Íslandi. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að almenningur er ekki nægilega upplýstur um störf og skyldur endurskoðenda og töldu bæði endurskoðendur og almenningur að þörf sé á vitundarvakningu meðal almennings um störf og skyldur þeirra.

Samþykkt: 
 • 26.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siðferði Endurskoðenda.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna