is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26729

Titill: 
 • Hegðun og viðhorf nemenda Háskólans í Reykjavík til smálána
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknar var að athuga hegðun og viðhorf nemenda Háskólans í Reykjavík til smálána. Settar voru fram eftirfarandi tilgátur:
  Tilgáta 1: Þeir sem hafa ekki tekið smálán eru líklegri til að halda heimilisbókhald en þeir sem hafa tekið smálán.
  Tilgáta 2: Munur er á afstöðu hópanna, það er þeirra sem hafa tekið smálán og þeirra sem ekki hafa tekið smálán, til fullyrðinganna: Peningar eru til þess að eyða, Ég kýs að lifa í núinu og hafa ekki áhyggjur af morgundeginum og ég hef meiri meiri ánægju af því að eyða peningum en að spara þá.
  Tilgáta 3: Yngri einstaklingar nota smálán oftar en eldri einstaklingar.
  Tilgáta 4: Eftir því sem einstaklingur er tekjuminni eru meiri líkur að hann taki smálán.
  Tilgáta 5: Einstaklingur sem tekur smálán einu sinni er líklegur til að taka aftur slíkt lán.
  Niðurstöður sýndu að þeir sem tekið höfðu smálán voru ekki líklegri að halda heimilisbókhald en þeir sem tóku smálán. Munur mælidist á viðhorfi til stjórnun peninga með tilliti til hvort einstaklingur hafi tekið smálán eða ekki. Einstaklingar í lægri tekjuhópum voru ekki líklegri að taka smálán. Yngri einstaklingar voru ekki líklegir til að taka smálán og einstaklingur sem tekur smálán einu sinni er líklegur til að taka smálán aftur. Niðurstöður sýna einnig að þeir nemendur HR sem taka smálán ráðstafa lánum sínum aðallega í nauðsynjar.

Samþykkt: 
 • 26.1.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hegðun og viðhorf háskólanema til smálána12_NIÐURSTÖÐUR_UPPFÆRÐAR2.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna