is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26736

Titill: 
  • Samrýmist staðgöngumæðrun réttindum barna?
  • Titill er á ensku Does surrocacy violate the rights of children?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Staðgöngumæðrun hefur verið mikið til umræðu hér á landi sem og erlendis. Staðreyndin er sú að við höfum tæknina til þess að aðstoða einstaklinga sem geta ekki eignast börn sjálfir, t.d. með því að heimila staðgöngumóður að ganga með barn sem hún ætlar sér að afhenda öðrum. En spurningin er hvort æskilegt sé að leyfa slíkt úrræði hér á landi? Á Íslandi hefur í tvígang verið lagt fram frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, en það hefur enn ekki fengið brautargengi. Þegar metið er hvort heimila eigi staðgöngumæðrun þarf að huga að ýmsum siðferðislegum og lögfræðilegum álitaefnum.
    Í þessari ritgerð var leitast við að varpa ljósi á það hvort og þá að hvaða skilyrðum uppfylltum, staðgöngumæðrun geti talist í samræmi við hagsmuni og réttindi barna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarf að tryggja sérstaka vernd. Þau eiga ávallt hafa forgang þegar löggjafinn og aðrir opinberir aðilar taka ákvarðanir er varða börn. Á undanförnum árum hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á sjálfstæð réttindi barna og var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins lögfestur hér á landi þann 20. febrúar 2013, sbr. lög nr. 19/2013.
    Til þess að staðgöngumæðrun geti talist í samræmi við réttindi barna þarf gæta þess að löggjöf og lagaframkvæmd taki mið af því sem er barninu fyrir bestu, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans. Þá þarf að tryggja grundvallarréttindi barna, svo sem rétt barna til þess að þekkja uppruna sinn, sbr. 7. gr. Barnasáttmálans. Takmarka þarf óvissu þannig að óþarfa togstreita skapist ekki í lífi barns. Mikilvægt er að leggja mikla áherslu á ráðgjöf og móta skýrar reglur um móðerni, faðerni og foreldrastöðu. Loks þarf að sjá til þess að staðgöngumæðrun ýti ekki undir kaup og sölu á börnum og gangi þvert á mannlega reisn þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    Surrogacy has been a discussion in Iceland and abroad. The fact is that we have the technology to help individuals who cannot have children themselves, for example, by permitting a surrogate to carry a child that she intends to deliver to another parent after the birth of the child. But the question is whether it is desirable to allow such a resource in our country? The Icelandic parliament has twice been submitted with a bill on altruistic surrogacy, but it still has not been approved. In the process of deciding whether to permit surrogacy we need to consider a variety of ethical and legal issues.
    This paper seeks to shed light on whether and to what conditions surrogacy can be considered, in accordance with the interests and rights of children. Children are a vulnerable group whose interests need to be ensured by special protection. The best interest of children should always have priority when the Legislature and other public institutions make decisions relating the rights of children. In recent years there has been an increasing emphasis on independent children's rights. The UN Convention on the Rights of the Child (CRC) incorporated in Iceland on the 20th of February 2013, cf. Act no. 19/2013.
    So that surrogacy can be considered in accordance with the rights of children we must look to certain legislation and take into account what is best for the child, cf. Article 3. CRC. The need to ensure the fundamental rights of children, such as the right of children to know their origin, cf. Article 7. CRC. The uncertainty limit so that unnecessary conflicts will not create a child's life. It is important to emphasize the advice and formulate clear rules about motherhood, paternity and parental status. Lastly, to ensure that surrogacy not push the purchase and sale of children and running contrary to their human dignity.

Samþykkt: 
  • 27.1.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún - Staðgöngumæðrun-lokaeintak.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna